Örvitinn

Skítgráðugir kapítalistar

Af hverju eru sumir rosalega ánægðir með að margir hafi tapað fullt á peningum á Glitni. Heldur fólk að allir sem eiga hlutabréf séu skítgráðugir kapítalistar?

Var ekki Glitnir sá banki hér á landi sem var einna traustastur, hafði gert minnst af því að "ráðast á" krónuna og var búinn að gera einna mest í því að skera niður kostnað (eftir að Þorsteinn tók við stjórnarformennsku)?

Ég skil ekkert í þessu.

"Lántaka hefði leitt til frekara gengisfalls bankans"

Segir Jónas (sem ég nenni ekki að vísa á, hann vísar aldrei á neitt). Uh, hefði hún leitt til næstum því jafn mikillar gengislækkunar og þessi yfirtaka? Það þykir mér afar ósennilegt.

dagbók
Athugasemdir

Birgir Baldursson - 30/09/08 12:11 #

Þú kemst í færslurnar sjálfar hjá Jónasi gegnum Blogggáttina:

http://www.jonas.is/leidarar/greininp.lasso?id=10350

Matti - 30/09/08 13:31 #

Ég veit hvernig ég kemst í þær. Er bara hættur að vísa á hann. Byrja á því þegar Jónas lærir að búa til vísanir ;-)

Óli Gneisti - 30/09/08 13:41 #

Ég skil ekki heldur ánægjuna. Betra hefði verið að bankinn hefði tórað áfram. En ég er sammála Teiti um að Lárus er ekki trúverðugur bankastjóri og finnst að hann hefði átt að fara. Davíð hefði síðan getað tekið við.

Erlendur - 30/09/08 13:44 #

Er þetta ekki bara Þórðargleði hjá fólki?

Matti - 30/09/08 13:47 #

Ætli það ekki, mér hugnast þetta illa - finnst votta fyrir múgæsing.

Lárus Welding var væntanlega aldrei hæfur til að reka þennan banka, ekki frekar en Bjarni Ármannsson á undan honum.

Matti - 30/09/08 14:43 #

Jónas þykist sérfræðingur í fjármálum!

Gengi hlutabréfa í Glitni hrundi um leið og ráðamenn bankans leituðu ásjár hjá ríkisstjórn og seðlabanka um helgina. Hvorki ríkisstjórn né seðlabanki lækkuðu gengið. Ríkið keypti hlutabréfin á lækkuðu gengi. Það hefði hrunið, þótt niðurstaða hefði orðið önnur. Ef ekkert hefði verið gert, hefði bankinn lokast og gengi hlutabréfanna orðið núll. Ef ákveðið hefði verið að lána bankanum frekar en að kaupa, hefði bankinn verið álitinn minna trausts verður. Því hefðu hlutabréfin lækkað meira við lántöku en þau gerðu við hlutabréfakaup ríkisins. Fyrir eigendur var niðurstaðan skásta reddingin.

Þetta er tóm þvæla hjá Jónasi.