Örvitinn

Bangsagengið

Þegar við hjónin keyptum bangsa handa yngri dætrum okkar í Build a bear búðinni við Covent garden rétt fyrir hádegi á mánudag stóðum við í þeirri trú að pundið kostaði um það bil tvö hundruð krónur (opinbert viðmiðunargengi Seðlabankans 201,36, Byr 232, Glitnir 222, Landsbankinn 225 ).

Þegar við gluggum í kreditkortayfirlitið sjáum við að í raun vorum við að borga þrjúhundruð krónur fyrir pundið þennan dag.

Stelpurnar eru afar ánægðar með bangsana og Áróra Ósk himinlifandi með manga bækurnar, það vantar ekki. Útsýnið úr Auganu var líka fínt.

Ég er bara ekki alveg sáttur við þessa viðskiptahætti Borgunar og veit ekki alveg hvernig mér átti að detta í hug að pundið kostaði svo mikið hjá þeim á mánudag.

dagbók
Athugasemdir

Eygló - 08/10/08 22:55 #

Úff, ég hélt þú værir að tala um bankastjóragengið, þeir eru margir hverjir ansi bangsalegir.

Valdimar - 08/10/08 23:29 #

Já, ég var líka mjög gáttaður að sjá hvað Visa og Mastercard gengið er hátt. Eru semsagt kreditkortafyrirtækin að tryggja sig fyrir brjálæðislegum sveiflum krónunnar? Gæti verið betra að nota hraðbankana restina af ferðinni.

Arngrímur - 08/10/08 23:46 #

Gildir einu hvort tekið sé úr hraðbanka eða kortið straujað - gengið er hið sama. Kredidkort eru í grundvallaratriðum off akkúrat núna. Kaup- og sölugengi gjaldmiðla er að sama skapi lægra á Íslandi en í Evrópu meðan Seðlabankinn reynir að galdra fram gengi sem enginn trúir á nema íslensku bankarnir - í von um hvað annað en það styrki krónuna. Vandinn er að það trúir þessu enginn annar.

Valdimar - 11/10/08 01:44 #

Já, ég átti líka við að nota debetkort til að taka pening út úr hraðbanka. Ég hef tamið mér það að hugsa ekki einu sinni út í það að taka út peninga með kreditkorti, þar sem það er svo hátt gjald sem fylgir því. Þess vegna áttaði ég mig ekki á misskilninginum :S