Örvitinn

Skorað á presta

Í grein gærdagsins á Vantrú er skorað á presta:

Við þessar aðstæður skapast kjörlendi fyrir hræðsluáróður ríkiskirkjunnar. Tækifæri til sóknar hjá forréttindafyrirtæki sem þrífst best í kreppu en missir spón úr aski sínum hvern dag sem við búum við velmegun og öryggi.

Fótunum er kippt undan fólki í atburðarrás sem er svo flókin að það er ekki einu sinni á færi færustu fjármálasnillinga að spá því hvað gerist næst. Við það er auðvelt fyrir meinta siðapostula (með tryggar 600.000-1.000.000 kr. á mánuði innheimtar í gegnum ríkissjóð og svo tryggðar áfram með sjálfskráningu nýfæddra og ómálga barna), að bjóða björgun frá þeirri óreiðu sem nú ríkir.

...

Því ætla ég að biðla til ríkiskirkjunnar "okkar allra" að sjá að sér á þessum tímum, að starfsfólk hennar fái sér heiðarlega vinnu til tilbreytingar og að kirkjan veiti í þess stað þessum rúmu 5 milljörðum, sem fara í að halda uppi aðeins rúmlega 100 manna fyrirtæki, inn í ríkissjóð á ný.

Ætli prestar taki þessari áskorun? Það efast ég um en ég er náttúrulega afskaplega vantrúaður maður. Ég held að Svanur hafi rétt fyrir sér í athugasemd þegar hann skrifar: "Þeir vilja leika litla sálfræðinga með guðlegu ívafi og komast upp með það".

kristni vísanir