Örvitinn

Helgarskýrslan

Árshátíð Vantrúar var haldin heima hjá okkur á laugardag. Eins og ég var búinn að nefna eldaði ég enchilada ofan í hópinn, rúmlega nífalda uppskrift. Bjó til tvær sérútgáfur, eina með basiliku í stað kóríander og aðra með kjúklingabaunum í stað kjúklings. Á föstudagskvöld fóru níu kjúklingar í ofninn í tveimur hollum og svo rifum við kjöt af beinum. Auk enchilada bjó ég til hummus, pestó og brauð.

Á laugardag hófst eldamennskan um tvö og ég slakaði eiginlega ekki á í eldhúsinu fyrr en um níu. Sleppti Liverpool leiknum en hlustaði á beina lýsingu á BBC.

Var afskaplega þreyttur um kvöldið og varð tiltölulega fljótt drukkinn. Var þó ekki fulli maðurinn á svæðinu, Hjalti á þann titil alveg einn. Síðasti gesturinn fór um fimm. Þetta var afskaplega fínt kvöld eins og alltaf þegar þessi góði hópur kemur saman.

Í gær var tiltekt og slökun. Sóttum stelpurnar sem höfðu gist hjá foreldrum mínum, fengum mat og kökur. Borðuðum afganga af enchilada í gærkvöldi, ég tók restina með í vinnuna í dag.

dagbók
Athugasemdir

Matti - 20/10/08 16:23 #

Við þetta má bæta að ég tók ekki eina einustu mynd! Tók myndavélina ekki einu sinni úr töskunni.

Skil ekkert í mér.