Örvitinn

Ætlar þetta aldrei að enda?

Lengi getur vont versnað, nýjar slæmar fréttir á hverjum degi eru ekki beint til að bæta geð.

Hvað er svo málið með allt hindurvitnapakkið? Á hverjum degi er verið að ræða við einhvern prest, miðil, spákonu eða talnaspeking. Er ekki nóg komið?

Að ég tali ekki um svona trúmannaþvaður. Er fólk búið að missa vitið?

dagbók
Athugasemdir

Sigurdór - 21/10/08 13:41 #

Mikið er ég sammála þér. Hvað í andskotanum vita prestar eða stjörnuspekingar (djís) meira en ... tja, Jói pípari (hehe). ...OG þvílík sóun á tíma okkar og fjölmiðlanna að fjalla um eða vitna í þetta "lið".

Matti - 21/10/08 15:02 #

Í Fréttablaðinu í dag er talað við talnaspeking og þar segir m.a.

Benedikt þurfti reyndar aðeins að breyta bókinni í ljósi nýlegra atburða og hefur bætt við spádómi um árið 2009. "Það ár verður uppgjörsár. Og það verður mikil spenna í ríkisstjórnarsamstarfinu. Enginn skyldi láta koma sér á óvart þótt það yrðu jafnvel ríkisstjórnarslit", segir Benedikt.

Hverslags spámaður þarf að breyta bók vegna ófyrirséðra atburða?

Hverslags spá er það að segja að eitthvað ætti ekki að koma á óvart?

Þvílíkt rugl.

Sigurdór - 24/10/08 03:46 #

Hahaha... ótrúlegir gaurar... eða þú'st .. fúskarar.