Örvitinn

Rafbyssur og falskt öryggi lögreglumanna

Það er fáránlegt að halda því fram að rafbyssur hefðu gert eitthvað gagn þegar hópur manna réðist á tvo lögreglumenn um helgina. Rafbyssurnar stuða bara einn í einu, ekki hóp manna. Ég er eiginlega viss um að ef lögreglan hefði verið með rafbyssu og beitt henni í þessu tilviki hefðu afleiðingarnar orði miklu verri - fyrir lögreglumennina.

Hvort koma hefði mátt veg fyrir að lögreglumaður fyrir norðan væri bitinn í fingurinn með því að stuða puttasólgna dólginn með rafbyssu veit ég ekki, ég hefði haldið að lögreglumaðurinn hefði fengið þokkalegt auka stuð ef fingurinn hefði verið í gini dólgsins þegar skotið væri úr byssunni. Ég sé ekki að rafbyssa hefði dugað betur en "varnarúði" og kylfur.

BB og sumir talsmenn lögreglunnar nota þetta tækifæri til að reyna að lauma rafbyssum inn í landið. Þá styttist í að einhver verði drepinn með rafbyssu þó BB muni segja að sá einstaklingur hafi bara verið óheppinn að fá hjartaáfall akkúrat þegar verið var að stuða hann. Stuðið sé sárasaklaust.

Ef lögreglan hér á landi fær rafbyssur finnst mér lágmark að í hvert skipti sem þeim verður beitt fái dómsmálaráðherra og ríkislögreglustjóri samsvarandi stuð (hef svosem sagt það áður).

Pössum okkur á því að þetta lið noti ekki kreppuna til að lauma heimskulegum ákvörðunum í gegn.

pólitík
Athugasemdir

Kristín í París - 21/10/08 14:45 #

Hárrétt.

Matti - 21/10/08 21:52 #

Ég vil við þetta bæta að ég tek undir með talsmönnum lögreglunnar sem vilja harðari refsingar við því að ráðast á lögregluna. Það finnst mér sjálfsagt.