Örvitinn

Ríkiskirkjan skuldar okkur pening

Á samdráttartímum er við hæfi að fara yfir útgjöld ríkissjóðs og skera niður allt sem ekki er nauðsynlegt í velferðarsamfélagi.

Á hverju ári streyma meira en fimm milljarðar úr ríkissjóði til ríkiskirkjunnar. Meðal annars greiðir ríkiskirkjan prestum að lágmarki 530þ krónur á mánuði (kennarar, berið laun ykkar saman við það).

Þetta er réttlætt með því að ríkið sé í skuld við kirkjuna vegna jarðeigna sem kirkjan átti. Það eignarhald var afskaplega vafasamt, sumum jörðunum stal kirkjan einfaldlega.

Í grein dagsins á Vantrú færir Brynjólfur Þorvarðarson rök fyrir því að "skuldin" sé löngu greidd og miklu miklu meira en það.

Það er ekki nokkur (góð) leið að réttlæta að ríkið greiði ríkiskirkjunni gríðarlegar fjárhæðir á hverju ári.

kristni pólitík