Örvitinn

Lágkúrulegar árásir á laun presta!

Við í Vantrú höfum fjallað dálítið um tekjur presta undanfarið (t.d. 1, 2, 3).

Fréttablaðið sá tilefni til að fjalla um málið og hringdi í mig á föstudag, umfjöllun blaðsins birtist á sunnudag. Ég fékk ekki að lesa hana yfir en get ekki kvartað þó mér finnist umfjöllunin nokkuð rýr miðað við efniviðinn sem hægt hefði verið nota úr greinunum sem ég vísaði á hér á undan. Þykir reyndar miður ef hægt var að túlka þetta sem gagnrýni á ráðleggingar um sparnað og ég var löngu búinn að biðja Fréttablaðið að fjarlægja þessa mynd úr myndabanka sínum, ég sendi hana með grein á en ekki fyrir blaðið að nota með umfjöllun sinni.

Í morgun hringdi hlustandi í símatíma þáttarins Í bítið á Bylgjunni og kvartaði undan lágkúrulegum árásum Vantrúar á laun presta!

Ég get ekki að því gert en mér finnst þessi hlustandi hljóma kunnulega. Er það ímyndun eða er þetta sami maður og hringdi inn þegar ég var í viðtali í sama þætti fyrr á árinu? Hér er hans innkoma í þeim þætti.

Gyðu fannst þetta reyndar ekki eins

fjölmiðlar
Athugasemdir

Guðjón B. - 27/10/08 22:54 #

Þetta er sami gaur... Alveg öruggt.

Sigurdór - 28/10/08 00:52 #

Mér heyrist þetta vera sami gaurinn.

Valdimar - 28/10/08 02:44 #

Meðlimir ríkiskirkjunnar mega alveg borga prestum þessi háu laun ef þeim finnst þjónustan þeirra svona góð, en fyrst verður ríkiskirkjan að fara að sjá um innheimtu sóknargjalda sjálf.

Ég held líka að þetta sé sami gaurinn, röddin hljómar mjög svipuð.