Örvitinn

Ungkrysslingur um trúboð í leikskólum

Við ræddum um boðun og hvað boðun skiptir miklu máli og við komumst að þeirri niðurstöðu að það er mikilvægt að vera duglegri að boða trúna í leikskólum og grunnskólum og sérstaklega í framhaldsskólum, þar sem sá aldur virðist stundum verða eftir.

Spyrill: Nú töluðuð þið um boðun í grunnskólum og leikskólum líka. Rædduð þið ekkert um að þetta er nú dálítið umdeilt almennt?

Jú, við gerðum það, veltum þessu mikið fyrir okkur. En við komumst eiginlega að því að það er stór hluti af fólkinu í landinu, um 90%, sem er í Þjóðkirkjunni og ætti þess vegna að vera í lagi að boða trú. Og ef það eru krakkar sem mega kannski ekki taka þátt í þessu þá bara geta þau bara verið í einhverju litlu leynivinafélagi að gera eitthvað annað á meðan, finna svona eitthvað sniðugt út úr því.

Það versta er að kirkjan skammast sín ekkert fyrir þetta heldur birtir myndbandið á youtube síðu sinni.

Framtíðin er björt!

Ég skora á ríkiskirkjuna að bjóða mér á "fund" með þessum ungkrysslingum, ég skal glaður ræða við þau málefnalega um trúboð í leik- og grunnskólum, mannréttindi, trúarviðhorf þjóðarinnar og eineltið sem þau eru að berjast fyrir.

leikskólaprestur
Athugasemdir

Óli Gneisti - 28/10/08 11:03 #

Fólk þarf ekki að vera kristið en það á þá ekki að hafa hátt um það.

Jón Yngvi Jóhannsson - 28/10/08 14:02 #

"Litla leynivinafélagið" mun eins og gefur að skilja heita "óhreinu börnin". Ósköp er þetta annars sorglegt að sjá.

Mummi - 28/10/08 15:29 #

Ég fæ klígju af því að sjá þetta. Ekki nóg með að fólk fer bandvitlaust með tölur, heldur er það ennþá að styðjast við hina meingölluðu trúfélagaskráningu við að réttlæta trúboð.

En Valborg fær hrós fyrir eitt. Hún reynir ekkert að fela það að hún vill boða barninu mínu trú, og henni er slétt sama þótt barnið mitt sé dregið öskrandi út úr hópnum svo lengi sem það hentar Valborgu.

Thanks a lot.

Valdimar - 29/10/08 11:27 #

Ríkiskirkjan er dugleg að vera siðferðisleg fyrirmynd, með því að segja að það sé allt í lagi að meirihlutinn kúgi minnihlutann. Það er bara fínt, ekkert mál.

Trúarleg mismunun? Hvað er það?

Litla leynivinafélagið. Einmitt. Með öðrum orðum ,,útskúfuðu börnin".