Örvitinn

Carlos elskar mig ekki

Carlos var einu sinni prestur en nú er hann bitur kennari á miklu lægri launum. Sum sóknarbörnin vildu hann ekki og boluðu honum út á tækniatriði. Ég veit ekki af hverju þó ég hafi heyrt sitthvað frá fyrrum sóknarbörnum.

Einu sinni komst Carlos í blöðin þegar hann lamdi börn með kústskafti og talaði við þau um sjálfsfróun. Einungis einn aðili kom honum til varnar opinberlega, kollegar hans þögðu.

Carlos elskar mig ekki.

Gaman (eða ekki) að sjá hve kreddur, fordómar og illkvittni í garð presta (=fúskarar) ráða málflutningi Matta, nú sem endranær. Skítt með það að hlutlausir fagmenn treysta á aðkomu presta, kirkna og safnaða í aðgerðum sem miðað að þvi að auka andlegt heilbrigði þjóðarinnar. Þar á meðal eru RkÍ sem treystir á ofangreindar bjargir þegar stór vá ber að dyrum, Almannavarnir ríkisins sem hafa kirkjur, safnaðarheimili og presta á skipulagi sínu og lögreglan, sem kallar til presta þegar tilkynna þarf erfið mál.

Stundum gott að horfa fram hjá þessu þegar prestahatrið blindar og aur makað á heilar starfsstéttir, Matti.

...

Varðandi þetta “endranær”, nóg er að líta á heimasíðu örvitans Matta, til að finna hve djúpt er á fordómum, hatri og hreinni og klárri illkvittni þegar prestar og trúfólk er annars vegar. Málflutningur hans dæmir hann sjálfan.

Tekið úr athugasemdum hjá séra Erni Bárði.

Yfirleitt tala þeir mest um hatur sem aðra hata. Ég held (og hef haldið lengi) að Carlos hati mig. Gæti trúað því að hann varpi einhverju hatri sem frekar ætti að beinast að kollegum hans sem útskúfuðu hann yfir á mig - alsaklausann manninn :-)

Ég stend við það sem ég segi, prestar eru sérfræðingar í túlkun Biblíunnar (tja, sumir þeirra - flestir kunna lítið í biblíufræðum) og einhverju gauli - en algjörir fúskarar í sálgæslu og andlegri umönnun. Í skyldunni taka prestar einn kúrs í sálgæslu þar sem fólk vælir saman eins og einn góður guðfræðinemi lýsti því.

Ástæða þess að "hlutlausir fagmenn" treysta á presta er að búið er að troða prestum í þessar stöður auk þess að sumir fagmenn eru einfaldlega ekki hlutlausir.

En það réttlætir samt ekki að fólki sé mismunað út frá lifsskoðunum. Það er kjarni málsins, eitthvað sem prestar (núverandi og fyrrverandi) hafa aldrei getað varið. Lífsstarf þeirra gengur út að aðgreina fólk út frá lífsskoðunum - aðgreina en ekki sameina.

Meðal þess sem Carlos talar um er "lögreglan, sem kallar til presta þegar tilkynna þarf erfið mál".

Þetta er eitt af því allra versta sem lögreglan gerir hér á landi. Ég hef heyrt hrikalegar sögur af því þegar prestar eru dregnir á svæðið. Prestar eiga ekki að sjást nálægt vettvangi. Sálfræðingar eiga að sjá um þetta, hægt er að hóa í prest ef fólk óskar eftir því sérstaklega.

Þetta er svo augljóst að maður þarf að vera greindarskertur eða prestur (jafnvel hvoru tveggja) til að átta sig ekki á þessu.

aðdáendur
Athugasemdir

Matti - 29/10/08 23:46 #

Carlos segir í athugasemd hjá Erni:

“þá er það nú samt svo að menntun presta og þjónusta safnaðanna gerir kirkjuna að uppbyggilegri stofnun í samfélagin sem er treyst”

Ég svaraði í athugasemd sem enn bíður birtingar og benti á þessa bloggfærslu. Þrisvar sinnum fleiri íslendingar treysta lögfræðingum en prestum. Carlos getur huggað sig við að þegar hann hætti að vera prestur og gerðist kennari jókst traust íslendinga til hans væntanlega töluvert :-)

Annars finnst mér athugasemdir þeirra dálítið kostulegar, sérstaklega athugasemd Arnar Bárðar sem er einkar laginn við að misskilja alla skapaða hluti.

Matti - 30/10/08 22:02 #

Vitið þið hvað Carlos kallar þetta sem ég vitnaði í hér að ofan? Þarna er hann að "strjúka honum [mér] léttilega um rök"!

Þetta lið er yndislegt.

Matti - 30/10/08 22:08 #

Við þetta má bæta að í kvöld ræddi ég við sálfræðing um sálgæslu presta. Ég get ekki haft eftir það sem hann sagði um það - en við skulum orða það þannig að hann hefur ekki mikið álit á þeirri iðju.