Örvitinn

Afmælisbarn dagsins

Gyða í dagGyða á afmæli í dag, er komin í prímtölu. Næstu tuttugu og tvo daga er hún þremur árum eldri en ég.

Dagurinn hófst í Seljakirkju (en ekki hvar!) þar sem tónlistarskólinn hennar Kollu var með tónleika. Hún er í fornámi og hópurinn hennar söng tvö lög, spilaði á hljóðfæri með öðru lagi. Eftir það var slatti af krökkum sem spilaði á hljóðfæri. Þetta var temmilega stutt og skemmtilegt.

Foreldrar okkar og systkini mættu í hádegismat. Gyða eldaði súpuna sína (beikon, grænmeti, fyllt pasta) og ég bakaði focaccia brauð. Gyða bakaði einnig súkkulaðiköku.

Í kvöld verður lambalæri sem ég ætla að hægelda. Verst að ég veit ekkert hvað það þýðir varðandi eldunartíma. Best að fara að skella því í ofninn á vægum hita.

fjölskyldan
Athugasemdir

Sirrý - 01/11/08 23:50 #

Innilega til hamingju með daginn Gyða og til hamingju með konuna Matti. Næstu 64 dagana ca er hún 2 árum eldri en ég :D

Hvernig heppnaðist lærið ? Ég set það oft inn bara um 3 eða 4 loka því á 220 og set það svo á 120 ca og læt það malla umm finnst það alveg ferlega gott.

Mummi - 02/11/08 17:40 #

Má ég vera smá besservisser?

Maður "lokar" ekki kjöti með því að steikja það að utan (loka = halda safanum inni) - maður er bara að fá bragðgott ysta lag á kjötið (og maður er víst ekki að "karamellisera" það eins og maður heyrir alls staðar, heldur heita þetta víst "Maillard" áhrif þegar við ræðum um kjöt - að karamellisera er víst eitthvað allt annað).

En það skiptir auðvitað engu máli.

Heston Blumenthal er t.d. með uppskrift að hægelduðu lambalæri í "Family food" bókinni sinni sem heitir "Seven hour leg of lamb". Þar byrjar hann á því að steikja kjötið til að brúna það og hefur það svo inni í ofni í að minnsta kosti, you guessed it, sjö klukkustundir. Þar er hitinn ef ég man rétt um 70°C. Hann mælir með að hella safa úr ílátinu yfir lambið reglulega. Þetta hef ég eldað og verður alveg hrikalega gott. Hann talar um að Frakkar kalli svona kjöt "with-a-spoon", því það er (næstum því) hægt að borða það með skeið, það er svo meyrt.

Það er líka svipuð uppskrift í "Eldað í hægum takti" bókinni, þá er, aftur ef ég man rétt, 110°C (eða 120°C?) í fimm tíma. Sú bók er algert æði ef maður hefur gaman af því að .. well .. elda í hægum takti. Mjög recommended.

Sirrý - 02/11/08 21:27 #

Uhh ég skil bara varla um hvað þú ert að tala öll þessu fínu og flottu orð. En ég hef nú heyrt þetta frá matreiðslumenntuðu orði það er að "loka kjötinu"

Sirrý - 02/11/08 21:28 #

Ekki að það skipti öllu máli hvort það lokist eða ekki hehe en alla vega er það alveg ferlega gott. Ég væri til í að prufa þessa 7 tíma uppskrift.

Matti - 02/11/08 21:49 #

Þið eruð aldeilis í stuði :-)

Lærið var fínt en næst verð ég að prófa að elda það á sjö tímum.