Örvitinn

Það eru dópistar á Vitabar

Ég kom við í Skífunni í gærkvöldi og keypti diskinn Montana með Retro stefson (myspace síða).

Gummijoh birti skemmtilegt myndband fyrir helgi. Hér er annað lag úr sömu upptöku.

Ég komst því miður ekki á útgáfutónleikana á laugardag. Tók þessar myndir af Retro Stefson á Menningarnótt.

retro stefson retro stefson

Keypti einnig disk FM Belfast. Gerði það eingöngu vegna þess að ég rambaði einu sinni á tónleika sem þau héldu fyrir utan Nakta apann og þótti hljómsveitin stórskemmtileg. Hef ekki hugmynd um hvort eitthvað er varið í diskinn, það kemur bara í ljós.

tónlist
Athugasemdir

Kristinn - 03/11/08 12:01 #

maður verður nú bara að taka ofan fyrir fólki sem styrkir íslenska tónlistarmenn með því að kaupa plötur. Hélt að þetta væri hætt.

Annars eru Retro Stefson alveg að gera stórskemmtilega hluti. Þarf að tjekka á FM Belfast. Svo heyrði ég flott lag með íslensku bandi á X-inu um daginn. Agent Fresco. Spennandi.

Gummi Jóh - 03/11/08 13:16 #

Montana er innlenda plata ársins í mínum huga. Eðal efni hér á ferð.

Matti - 03/11/08 13:52 #

Kristinn, ég kaupi fyrst og fremst íslenska tónlist í dag. Jú, greip Coldplay diskinn í Bónus í Borgarnesi í sumar.

Tek undir það Gummi, þetta er flott plata.

Sigurjón - 03/11/08 18:23 #

Ég hef ekki heyrt FM Belfast plötuna sjálfur en ég efast ekki um að hún sé frábær, enda snillingar í því bandi.

Kalli - 04/11/08 13:25 #

Mikið er þetta geðslegt ungt fólk.

Og mikið er gaman að sjá hljómleikasvið sem er ekki fullt af drasli... (Það er fínn standard á lókalmúsíkinni hérna meginn en sviðslýsing og bara drasl á sviði yfirleitt er myndskemmandi :)