Örvitinn

Mér barst póstur - getur þetta verið satt?

Látið ekki svona, er ekki lágmark að tékka á því hvort tuttugu aðrir bloggarar hafa birt einhver tölvupóst áður en hann er birtur í tuttugasta og fyrsta skipti?

Hvað er svo málið með að hneykslast yfir því að yfirmaður áhættustýringar einhvers bankans hafi fundið leið til að komast hjá því að borga milljarða. Væri maðurinn starfi sínu vaxinn ef hann hefði ekki fundið leið til að komast hjá því að borga? Hækkið launin hans (og konunnar hans líka).

kvabb
Athugasemdir

Samsæriskenningar - 03/11/08 17:40 #

Komm on, fyrst tengdasonur sérlegs ráðgjafa forsætisráðuneytisins um aðgerðaáætlun í kreppunni er farinn að reyna að kveða söguna niður hlýtur þetta að vera satt!

Matti - 03/11/08 18:12 #

Já en ég var ekki einu sinni að reyna að kveða söguna niður :-) (fjölmiðlar eru víst búnir að því)