Örvitinn

Stuðningsmenn McCain

Ég ætla bara að segja það sem mér finnst! Þeir íslendingar sem "halda með" John McCain eru klikkaðir.

Barack Obama er ekki fullkominn þó stundum mætti halda annað af umræðunni en borið saman við McCain og Palin eru Obama og Biden nánast ofurmenni. Kosningabaráttan hefur svo sýnt rækilega að repúblikanar eru skíthælar. Stjórnmálaflokkur sem rembist við að koma í veg fyrir að fólk fái að kjósa á ekki rétt á sér í lýðræðisríki.

Í tíufréttum kom fram að Birgir Ármannsson þingmaður "kaus" McCain.

Íslenskir repúblikanar eru sturlaðir.

Þetta er kannski ekki málefnalegasti pistill dagsins en maður á að segja það sem manni finnst.

pólitík
Athugasemdir

Óli Gneisti - 04/11/08 22:31 #

Ég get þó ekki sagt að álit mitt á honum hafi minnkað.

Halldór E. - 05/11/08 14:11 #

Ég hefði líklegast verið sammála þér fyrir tveimur vikum, en þá endaði ég í partýi með McCain stuðningsmönnum hérna í Ohio og áttaði mig á að þeir voru ekki klikkaðir. Viðhorf þeirra snerist einfaldlega um eigin persónulegan hag. Ríkir hvítir trúaðir miðaldra karlar með góða heilsutryggingu, flott hús og fallegar konur, og finnst gaman að "gambla" nokkrum sinnum á ári. Breytingar eru eitur í beinum svona fólks, lífið eins og það er, er næsta fullkomið. Ég hugsa að það megi yfirfæra þetta yfir á marga stuðningsmenn McCain á Íslandi. Það er ekkert klikkað við að verja sinn hag, sína stöðu, þó það sé á kostnað meirihlutans. Það er ef til vill ógeðfellt en það er ekki klikkað.

Ásgeir - 05/11/08 14:49 #

Ég myndi reyndar ganga svo langt að segja að það væri í einhverjum skilningi klikkun.

-DJ- - 06/11/08 04:25 #

Mannvonsku má alveg telja klikkun. Það var ekki normið í gær, en okkar mál að breyta því væntanlega.

Kapítalismi er fyrst og fremst mannvonska, sérhannað fyrirbæri fyrir siðblinda.

Þegar og ef einhverjir Evrópubúar telja sig til repúbli"kana", þá er líklegt að í þá vanti siðferðisvitund, það er svo einfalt.

Stebbi - 06/11/08 14:01 #

Þetta tengist reyndar bloggfærslunni ekki nema mjög óbeint, en ég skelli þessu samt inn.

Er það bara ég sem staldra við hvað það er sem bandarískir fjölmiðlar eru sammála um að hafi verið grófasta árásin í kosningabárráttunni vestra? Elizabeth Dole er almennt talin hafa farið langt yfir strikið í ógeðfelldum árásum á andstæðing sinn, Kay Hagan. Ástæðan er sú að Dole lét sýna auglýsingu þar sem gefið er í skyn að Kay Hagan sé ekki trúuð á guð.

Ég er ekki að segja að þetta hafi ekki verið ósmekklegt af Dole, þetta var það klárlega í ljósi þess að Hagan er víst afskaplega trúuð og því um algera rangfærslu að ræða. Það sem mér finns merkilegt í þessu er að bandarískir fjölmiðlar telji að "guðleysingi" sé alvarlegasta ásökunin sem hægt sé að setja fram. Í þessu samhengi er rétt að taka fram að dæmi eru víst um að frambjóðendur sem eru andstæðingar stríðsins í Írak hafi beinlínis kallað andstæðinga sína sem greiddu atkvæði með því að hefja hernað "morðingja" (ég veit reyndar ekki um dæmi um að slíkt hafi verið sett fram í auglýsingu eins og "guðleysis" ásökun Dole).

Bandarískir fjölmiðlar telja hins vegar að því er virðist að alvarlegra sé að vera guðleysingi en morðingi. Er það bara ég sem finnst það vera furðulegt að menn telji að guðleysi sé það alvarlegasta sem hægt sé að saka mann um?

Sjá m.a. umfjöllun "liberal" fjölmiðisins CNN um þessa alvarlegu guðleysis-ásökun: http://ie.youtube.com/watch?v=yMzX_EAfwyc

Matti - 06/11/08 14:55 #

Ég var einmitt að ræða þetta í hádeginu.

Fjölmiðlar fjölluðu um þessar árásir en enginn setti í það samhengi að Hagan var sökuð um að umgangast trúleysingja! Það virðist m.ö.o. vera réttmæt ásökun og Dole hefði ekki verið að gera neitt rangt ef Hagan væri ekki kristin.

Sindri Guðjónsson - 07/11/08 15:34 #

Blaðamaður ræðir um óákveðna kjósendur, nokkrum dögum fyrir kosningar:

To put them in perspective, I think of being on an airplane. The flight attendant comes down the aisle with her food cart and, eventually, parks it beside my seat. “Can I interest you in the chicken?” she asks. “Or would you prefer the platter of shit with bits of broken glass in it?”

To be undecided in this election is to pause for a moment and then ask how the chicken is cooked.

I mean, really, what’s to be confused about?

Matti - 07/11/08 15:53 #

Nú hló ég upphátt :-)