Örvitinn

Séra Þórhallur kætir og bætir

Stundum eru það litlu atburðirnir sem létta lund í skammdeginu.

Vantrú birti í dag tvær greinar, fyrst grein séra Þórhalls (sem er svar við þessari grein) og í kjölfarið svargrein Óla Gneista. Fremst í svargrein Óla er vísun á grein Þórhalls á vantrúarvefnum.

Morgunblaðið hefur legið á grein Óla næstum mánuð en birti hana í dag - annars hefðum við verið löngu búin að birta báðar greinar. Það fá ekki allir sömu þjónustu hjá Morgunblaðinu, Jón þarf að bíða lengur en séra Jón.

Þórhallur fór eitthvað öfugu megin framúr og kommentar:

Þórhallur Heimisson - 06/11/08 10:31 #

Sæll Óli. Jæja, mikið var að beljan bar. Takk fyrir greinina. Ég bíð enn eftir að þið birtið mínar eins og þið lofuðuð hér á vef ykkar, en það væri líklega til of mikils mælt af slíkum trúmönnum sem ykkur.

Já - og gott að þú viðurkennir mistök þín. Auðvitað hafa margir aðrir ritað um skjaldarmerkið og fært fram þessi rök - ekki ég einn eins og þú taldir í fystu grein þinni.

Batnandi manni er best að lifa!

Já, það er sannarlega til "of mikils mælt" að við stöndum við loforð okkar - sem við stóðum þó við. Getur verið að séra Þórhallur Heimisson sé dálítið fordómafullur í garð trúleysingja?

Þessu lauslega tengt:

fjölmiðlar kristni
Athugasemdir

Óli Gneisti - 06/11/08 11:12 #

Einu sinni þurfti ég nú að bíða í sex vikur eftir birtingu hjá Mogganum. Siggi Hólm fékk eina yfirhöfuð ekki birta.

Matti - 06/11/08 11:14 #

Það verður fróðlegt að sjá hvað sérann bíður lengi í þetta skipti - ef hann hefur fyrir því að svara.