Örvitinn

Haltu kjafti Jónas

Upphæðin er hreinlega meðgjöf skattgreiðenda til hinna gráðugu, sem leituðu hæstu vaxta og mestrar áhættu. #

Jónas á að vita að þetta er bölvað kjaftæði. Þessir sjóðir voru ekki með hæstu vexti og voru kynntir fólki sem áhættulaus fjárfesting.

Þeir sem leituðu hæstu vaxta og mestrar áhættu fjárfestu í hlutabréfum. Fjöldi einstaklinga setti ævisparnað í peningamarkaðssjóði eftir að starfsfólk bankanna hafði fullyrt að þetta væri trygg fjárfesting. Á sama tíma voru vextir hæstu óbundnu innlánsreikninga undir verðbólgu og þar voru innistæður því að rýrna.

Þetta veit Jónas en samt heldur hann áfram að gaspra eins og fífl. Hann ætti stundum að hafa vit á því að halda kjafti.

Það er ekkert að því að gagnrýna þá ráðstöfun að kaupa eignir sjóðanna fyrir háar upphæðir og bjarga þannig innistæðum þessara einstaklinga - og vissulega er þarna inn á milli afskaplega efnað fólk sem verið er að bjarga, en það breytir því ekki Jónas bullar enn og aftur.

ps. Ég átti ekki krónu í sjóðum, tapaði dálitlum pening á hlutabréfum.

pólitík
Athugasemdir

Óli Gneisti - 07/11/08 12:27 #

Jónas virðist ekki geta lesið smáa letrið þarna.