Örvitinn

Lestu betur Jónas

Matthías Ásgeirsson, ágætur bloggari, átti fé í peningabréfasjóði. Verður jafnan reiður, þegar skrifað er um ljúfa afgreiðslu málsins. #

Ég skrifaði í bloggfærslunni sem Jónas vísar til (en vísar ekki á):

ps. Ég átti ekki krónu í sjóðum, tapaði dálitlum pening á hlutabréfum.

Þarf ég að ítreka að ég átti ekki staka krónu í sjóði. Ég hef enga "eiginhagsmuni" í þessu máli.

Ég reiðist vegna þess að Jónas svívirðir ítrekað venjulegt fólk sem á sparnað. Ég er að tala um fólk sem aldrei hefur verið ríkt, fólk sem aldrei hefur leyft sér nokkurn skapaðan hlut en hefur lagt til hliðar eða eignast á langri æfi húsnæði sem það hefur selt. Fólk sem setti ævisparnaðinn í sjóð vegna þess að starfsfólk banka fullyrti að það væri 100% öruggt. Þetta er fólkið sem Jónas Kristjánsson drullar yfir trekk í trekk.

Það eina sem ég bið um er að hann láti reiði sína bitna á réttu fólki, gerendum en ekki fórnarlömbum.

Mér er persónulega drullusama útaf þeim peningum sem ég tapaði í hlutabréfum. Þetta var hluti af mínum sparnaði, restin var inni á bankabók.

dagbók
Athugasemdir

Matti - 07/11/08 17:48 #

Jónas virðist ekki ætla að leiðrétta þennan "misskilning".

M - 09/11/08 16:13 #

Ég vissi ekki til að nokkrum Íslendingi dytti í hug að taka Jónas alvarlega. Ég hef bara ekki vitað annan eins bullukoll í blaðamannasétt á Íslandi. Besserwisser, sem hefur misst allt niðrum sig oftar en nokkur annar maður í íslenskum fjölmiðlum, nema kannski Eiríkur Jónsson. Jónas er holdgervingur gulu pressunnar, þ.e. skjóta fyrst og spyrja svo blaðamennsku. Hann er búinn að hrökklast oftar en tölu er komið á úr stóli ritstjóra, gera fleiri blöð gjaldþrota og fá á sig ótal dóma fyrir meiðyrði, en samt aumkunna fjölmiðlamenn sig yfir honum og gefa honum nýtt tækifæri.

Þegar ég skrifa þetta, átta sé mig á því að Jónas er það fyrir fjölmiðla, sem Geir, Guðni og aðrir slíkir jólasveinar og sveinkur eru fyrir pólitíkina.

Karlinn - 09/11/08 21:13 #

Þykist vita að Jónas fái mikið magn tölvupósta sem tekur tíma að yfirfara. Kæmi mér ekki á óvart að beiðnin hafi ekki enn borist hans augum. Hann er vanalega mjög fljótur að leiðrétta færslur hafi honum orðið á. Fljótur að viðurkenna mistök, sem er meira en margir í dag og því kannski óþarfi að líkja honum við Geir og Guðna...

Egill - 09/11/08 23:59 #

Karlinn, Jónas er reyndar einmitt frekar frægur fyrir það að leiðrétta helst ekki nokkurn skapaðan hlut. Sérstaklega ekki á blogginu sínu. Og aldrei dettur honum í hug að vísa í þá eða það sem hann talar um með tenglum.