Örvitinn

Jónas lýgur enn

Ég sendi Jónasi Kristjánssyni tölvupóst í fyrradag og bað hann um að leiðrétta rangfærslur um mig á síðu sinni. Hann hefur ekki svarað póstinum og ekki leiðrétt lygina.

Allir geta gert mistök, ég hef skrifað sitthvað á þessa síðu sem ekki hefur staðist en ég kann að skammast mín og leiðrétti rangfærslur þegar mér er bent á hið sanna í málinu. Jónas gerir ekki slíkt. Hvað er svona flókið? Hann getur uppfært eldri færsluna eða skrifað nýja. En í staðin stendur lygin og lesendur hans fá ekki einu sinni vísun til að geta kynnt sér málið.

Svo segist hann geta kennt fólki eitthvað um fréttamennsku. Ég hélt að fyrsta reglan væri að segja satt.

dagbók
Athugasemdir

Gunnar J Briem - 09/11/08 16:18 #

Einn eyjapenni réttir þér hjálparhönd og gerir það svolítið óþægilegra fyrir Jónas að hundsa þig.

Matti - 09/11/08 20:05 #

Ég þakka Svansson fyrir vísun.

Jónas er búinn að sjá kröfu mína um leiðréttingu, hann vaktar blogggáttina stíft og les allt sem þar er.

Æi, ég ætla ekki að missa svefn yfir þessu - en mér finnst þetta ákaflega kjánalegt hjá karlinum.

Gunnar Gunnarson - 10/11/08 01:00 #

Það er nú varla orðum eyðandi á Jónas. Mér skilst að þetta sé einhver sá allra leiðinlegasti maður á jarðkringlunni. Ekki pæla í því einusinni að þessi fýlupoki sé sitjandi einn heima vinalaus að bulla og lesa blogg liðlangann daginn.

Halli - 10/11/08 09:02 #

Það er fátt ömurlegra heldur en að smella á link, t.d. á dv.is eða eyjan.is, og lenda á heimasíðu Jónasar eða jafnvel frétt sem unnin er upp úr þvaðrinu sem vellur upp úr manninum.

Þetta er einn af þessum nötturum og hefur ekkert upp á sig að eyða neinum tíma í hann.