Örvitinn

Mótmælahefð

Mikið vona ég að jákvætt viðhorf íslendinga gagnvart mótmælum endist eitthvað. Jafnvel þegar verið er að mótmæla einhverju sem fólk hefur ekki sérlega ákveðnar skoðanir á.

Undanfarin ár hefur viðhorf langflesta verið það að mótmælendur séu öfgamenn. Ég held að fólk sé hugsanlega að skilja að þegar einstaklingar fá nóg af óréttlæti er tímabært að sýna afstöðu sína í verki.

Ég er þó hræddur um að margir verði sömu smáborgararnir næst þegar umhverfissinnar, friðarsinnar, feministar eða trúleysingjar mótmæla á sinn hátt. Ég ætlast ekki til að fólk sé sammála mótmælendum en það væri framför ef við færum að virða rétt fólks til að mótmæla.

Svo getur verið að þetta jákvæða viðhorf sé bara í kollinum á mér.

pólitík