Örvitinn

Offita

Keypti batterí í baðvogina í gærkvöldi, tvö lítil stykki kostuðu 1400.- á bensínstöðinni. Ráðlegg fólki að kaupa einungis baðvog sem notar AA rafhlöður.

Ég steig síðast á vigt seinni part september. Síðan hef ég bætt á mig fjórum kílóum.

Djöfulsins andskotans kæruleysi og aumingjaskapur :-(

heilsa
Athugasemdir

Eygló - 12/11/08 11:27 #

Þú verður greinilega að hætta í bjórnum og snúa þér alfarið að viskíinu og hætta að elda svona góðan mat ;-)

Matti - 12/11/08 11:35 #

Úff já :-)

Í gærkvöldi var spagettí carbonara í kvöldmatinn. Það finnst varla matur sem er meira fitandi.

Eggert - 12/11/08 15:01 #

Augljóst er hverju er um að kenna, alþjóðlegri fjármálakreppu sem leiðir til þess að þú borðar ódýrari mat sem er jafnframt óhollari.

Matti - 13/11/08 00:55 #

Ég held reyndar að megnið af þessu hafi bæst á mig í ferð okkar hjóna til London í byrjun síðasta mánaðar. Þar var ekkert kreppufæði í boði.

Sjáum til hvað vigtin segir í fyrramálið.