Örvitinn

Moggabloggari sekur um siðferðisbrot

Á Vantrú er sagt frá því að prestur (og bloggari) hefur verið fundinn sekur um siðferðisbrot í starfi.

Forsaga málsins er sú að faðir barnsins hefur lengi reynt að verja barn sitt fyrir ásælni og yfirgangi ríkiskirkjunnar. Foreldrarnir fara saman með forsjá barnsins, það á heimili hjá föðurnum en nýtur umgengni við móðurina. Í einni heimsókn barnsins til móður var hálfsystkin barnsins skírt og móðirin vildi skíra eldra barnið líka til að því finndist það ekki vera útundan. #

kristni vísanir