Örvitinn

Rökræður Jónasar

Jónas skrifar um rökræður.

Allur þorri athugasemdanna ræðir málsefnið ekki neitt. Í staðinn reiknar fólk út hugarfar mitt og hvernig ég hafi komizt að þessari niðurstöðu. "Hvaða hvatir eru bak við þetta", spyr fólk. Að mati þessa fólks hafa rökstuddar skoðanir aðeins einhvern annarlegan tilgang. Slíkur póstur hefur dregið úr annars litlu áliti mínu á þjóðinni. Henni virðist fyrirmunað að rökræða.

Er þetta ekki örugglega þessi Jónas, sá sem þurfti að ljúga því að ég hefði átt bréf í peningamarkaðssjóðum - gera mér upp "annarlegan tilgang".

Þar sem Jónas talar um tölvupósta finnst mér við hæfi að ég birti eina tölvupóstinn sem ég hef sent honum. Jónas svaraði aldrei og leiðrétti ekkert.

Sæll Jónas.

Mér þykir ómaklegt af þér að segja um mig ósatt og vísa lesendum þínum svo ekki einu sinni á leiðrétttingu mína [ http://www.orvitinn.com/2008/11/07/12.45/ ]

Ég á ekki og hef aldrei átt krónu í peningamarkaðssjóði. Ég tók það meira að segja sérstaklega fram í bloggfærslunni sem varð til þess að þú "svarar" mér í bloggi þínu.

kv. Matthías Ásgeirsson

kvabb
Athugasemdir

Ásgeir Magg - 18/11/08 22:48 #

Er þetta ekki svoldið með þitt eigið sjálfsmat að láta þenna mann fara svona í pirrur þínar þó hann hafi rangt fyrir sér.Stundum þurfum við að horfa fram hjá þeim sem bulla

Matti - 18/11/08 22:50 #

Jújú.