Örvitinn

Harðsperrur og svefn

Í fyrradag fór ég í ræktina í fyrsta skipti í einhverja mánuði. Tók létta æfingu, svitnaði á Orbitrek tæki og lyfti léttum lóðum.

Nú er ég kominn með fínar harðsperrur í þríhöfða - hvergi annars staðar og síðustu tvær nætur hef ég sofið eins og steinn. Það eru tengsl, ég þarf meiri svefn eftir lyftingar.

Í dag sleppi ég boltanum þar sem ég er enn slappur í kálfum en ætla í ræktina í staðin. Svo þarf ég að kaupa nýja baðvog, sú gamla entist í tvo daga eftir að ég keypti ný batterí.

heilsa