Örvitinn

Fríkirkjupresturinn og ríkiskirkjan

Það væri fróðlegt að vita hvort ríkiskirkjuprestum er meira í nöp við Hjört Magna fríkirkjuprest eða Vantrú.

Hvað er eiginlega athugavert við það sem Hjörtur Magni sagði? Það hljóta allir að sjá að það er hið besta mál að fólk segi sig úr ríkiskirkjunni. Það er einfaldlega staðreynd að alltof margir eru skráðir í báknið, fullt af fólki sem var skráð við fæðingu og er of sinnulaust til að breyta skráningunni þó það eigi enga samleið með trúboðsstofnun ríkisins. Varla heldur einhver að fólk skrái sig úr kirkjunni en telji sig samt eiga samleið með henni!

Talsmenn kirkjunnar spila sig aftur má móti heimska, vilja ekkert kannast við að ef allt væri rétt ætti í besta falli helmingur þjóðarinnar heima í þeirra költi. Þykjast ekkert vita að ríkiskirkjan nýtur fáránlegs forskots.

Þó ég aðhyllist ekki hindurvitnin sem Hjörtur Magni boðar finnst mér hann margfalt skárri en ríkiskirkjuliðið. Ég borga ekki fyrir rekstur trúfélags hans (hugsanlega eitthvað, ríkið innheimtir félagsgjöld fyrir hann - en ekkert í líkingu við hitt) og svo hatar hann hvorki homma né húmanista.

kristni