Örvitinn

Græjulaus Bond

Fórum í bíó í kvöld og sáum nýjustu Bond myndina. Ég get tekið undir það sem sumir segja, þetta er eiginlega ekki Bond myndu heldur hasarmynd, slagsmál og eltingarleikir. Minnir mig dálítið á Bourne myndirnar. Þetta er reyndar fínasta hasarmynd ef út í það er farið.

Hvar eru græjurnar eiginlega? Af hverju að berja menn í stöppu þegar hægt er að drepa þá með laser eða sprengjuhleðslu í skósólum?

Annars förum við svo sjaldan í bíó að það er alltaf upplifun. Poppið var ágætt og sódavatnið fínt.

kvikmyndir