Örvitinn

Biskup þakkar fyrir sig

Karl Sigurbjörnsson biskhoppur Íslands sendi mér þetta skeyti og bað mig að koma á framfæri til lesenda:

Kæru íslendingar fjær og nær, sóknarbörn og mótmælalýður.
Ég vil þakka ykkur kærlega fyrir stuðninginn í gegnum tíðina. Án ykkar væri mér ekki stætt á því að standa fyrir stórauknu kristniboði í leik- og trúskólum grunnskólum landsins. Sérstaklega vil ég þakka öllum þeim sem eru ekki kristnir en hanga samt í ríkiskirkjunni af sinnuleysi, leti eða vana. Einnig vil ég þakka frjálslyndum trúmönnum sem frekar ættu heima í Fríkirkjunni eða öðrum hippasöfnuðum, sýnum þessum Hirti Magna að maður fokkar ekki í ríkiskirkjunni. Ríkiskirkjan á allt sitt gull sjálf.

Með ykkar stuðning mun ég halda áfram að berjast gegn mannréttindum samkynhneigðra, trúlausra og allra annarra sem ekki eru á minni línu. Kirkjan mun áfram berjast gegn framfaramálum eins og stofnfrumurannsóknum með tilvísun í Biblíuna, það stendur ekkert um fokkings stofnfrumur í Biblí og þá eiga menn að láta þær í friði. Ég mun einnig í krafti ykkar halda áfram að spreða milljörðum á ári í rugl og vitleysu. Monta mig af því að styrkja fátæklinga um tíu milljónir meðan ég set tugi eða hundruði milljóna í orgel og annað fínerí. Án ykkar sóknargjalda þyrfti ég eflaust að skammta mér undir milljón á mánuði í laun - hvernig ætti ég að lifa á því, ha?

Enn og aftur, takk og Gvuð blessi ykkur. Nema trúleysingjana, þið munið fara til helvítis siðlausa ískalda hyski.

kv. biskhoppurinn yfir Íslandi,
Karl Sigurbjörnsson Einarssonar Jesúsonar Jósefssonar

Ef þið viljið sleppa því að styrkja ríkiskirkjuna um 13.000,- krónur árið 2009 þurfið þið að drífa í að lagfæra trúfélagsskráningu í dag fyrir 16:00.

kristni skáldskapur
Athugasemdir

Sirrý - 29/11/08 00:47 #

Datt í hug að spyrja þig því þú veist allt ja alla vega næstum allt. Er það rétt að nú er ég í Fríkikjunni og greiði gjöld þangað er það rétt að Fríkirjan fái ekki jafn mikin hlut og þjóðkrikjan ? Og að Þjóðkirkjan fái mismuninn ?

Matti - 29/11/08 00:49 #

Fríkirkjan fær 3,000.- kr minna á ári í sóknargjöld á hvern haus heldur en ríkiskirkjan. Nei, ríkiskirkjan fær ekki muninn. Hún fær bara meira á hvern haus sem er skráður í hana.

LegoPanda - 30/11/08 15:56 #

Með öðrum orðum fær ríkiskirkjan 3000 aukalega fyrir hvern sóknarmeðlim, og þessi 3000 kall kemur náttúrulega úr ríkissjóði. Hvað þýðir það? Jú, allir borga eitthvað í ríkiskirkjuna, hvort sem þeir eru skráðir í hana eður ei.

Hvað er þetta, yfir hverju eruð þið að væla? Þetta er ríkisstofnun, þið lifum í lýðræði, þannig að ef þið viljið breyta þessu, þá þarf bara að ræða það og kjósa um það.