Meðmælti - tognaði ekki
Ég og Gyða kíktum á Austurvöll í dag. Ræðurnar voru nokkuð góðar þó við gætum ekki tekið undir allt sem sagt var eins og margir í kringum okkur. Ég vil eiginlega ekki segja að ég hafi mætt til að mótmæla, ég mætti til að sýna samstöðu.
Fórum af Austurvelli strax eftir fund, Gyða keypti sér vettlinga og svo settumst við aðeins inn á Kaffi París. Fengum okkur súkkulaðiköku (eina sneið saman), heitt súkkulaði og kaffi. Súkkulaðikakan var furðulega bragðlaus en kremið var nokkuð gott.
Ég mætti loks í laugardagsbolta eftir langa pásu, sleppti föstudagsboltanum og ákvað að togna frekar í dag. Það gekk reyndar ekki eftir, fann örlítið fyrir læri og kálfa í lok tímans en þetta sleppur. Var með harðsperrur í lærum eftir ræktina á föstudag. Gat ekki neitt í boltanum.
Sirrý - 30/11/08 19:48 #
Mér finnst mynd 2 3 og 5 flottust ef þú ert að spá í jólakorts mynd af sjálfum þér :C)