Örvitinn

Ókeypis orgel?

Í fréttum Stöðvar 2 kom fram hvað pípurnar eru margar í nýja orgelinu í Hafnafjarðarkirkju, það kom fram hve margir menn hafa unnið við að setja það saman og hversu margar vikur verkið hefur tekið.

En það var ekki minnst einu orði á það hvað orgelið kostaði.

Enda myndi það ekki koma neitt sérstaklega vel út fyrir ríkiskirkjuna ef fólk vissi almennt að verið væri að spandera milljónatugum, ef ekki hundrað, í hljóðfæri á sama tíma og verið er að loka sjúkrastofum úti á landi.

fjölmiðlar kvabb
Athugasemdir

Halldór E - 30/11/08 21:47 #

Fyrir nokkrum árum var þumalfingursreglan að ein rödd kostaði 1,5 milljón króna. Hvort hún eigi við enn þekki ég ekki enda ekki daglega að glíma við orgelkaup og -sölu. Það myndi þýða í þessu tilviki að um er að ræða hljóðfæri upp á tæpar 40 milljónir. Annað er að svona hljóðfærakaup eru ekki skyndiákvörðun og er yfirleitt margra ára ferli, þannig að það er ekki eins og kaup orgelsins hafi verið ákveðin í upphafi kreppuástandsins.

Matti - 01/12/08 00:31 #

Ég veit ekki betur en að orgel í Grafarvogskirkju hafi kostað 80 kúlur (svo við tölum eins og verðbréfabraskarar) fyrir ekki svo löngu. Þetta á víst að vera dýrara.

Halldór E - 01/12/08 03:13 #

Þetta orgel í Hafnarfjarðarkirkju (25 raddir) er mun smærra en Grafarvogshljóðfærið (40 raddir). En ég tók eftir að fréttatilkynningin gaf annað í skin.

Matti - 01/12/08 07:25 #

Hér hef ég kannski fallið fyrir ónákvæmri fréttatilkynninguni - en gripurinn kostar a.m.k. milljónatugi.

Eggert - 01/12/08 10:23 #

Ja, ef við gefum að kostnaður pr. rödd er fasti, þá eru þetta 50 kúlur. Er annars enginn verðbréfastrákafrasi til fyrir 50 milljónir? Hálfur klasi kannski?

Sigga Magg - 01/12/08 10:49 #

Er þetta ekki bara atvinnuskapandi, einmitt það sem við þurfum á að halda?

Matti - 01/12/08 11:19 #

Þetta er fyrst og fremst atvinnuskapandi fyrir útlendinga :-) Orgelið handsmíðað í útlöndum og svo er ég nokkuð viss um að það voru erlendir sérfræðingar sem komu hingað til lands og unnu í einhverjar vikur við að setja orgelið saman.