Örvitinn

Nokkur valin orð frá Helgu Guðrúnu Eiríksdóttur

Helga Guðrún Eiríksdóttir sem skrifar undir nafninu blekpenni á síðunni blekpennar.com er ekkert sérstaklega sátt við að ég hyggist rukka hana fyrir notkun á ljósmynd þó það sé enginn vafi að lög og nýfallinn dómurr styðja kröfu mína.

Helga Guðrún hefur eins og er sagt að ég sé: "fífl", "auli", "djókurinn", "fáráðlingurinn", "drulluhali", "ræfill", "Fíbbbbl", "skrattakollur" og "ljóta helvítis fíflið".

Ég segi reyndar eins og aðrir, skítkast frá Helgu er hið mesta og besta lof.

Þetta byrjaði allt með glórulausri grein

Ég get ekki gert upp við mig hvort þeirra mér finnst meira fífl, Matthías Ásgeirsson í Vantrú eða Guðríður Haraldsdóttir, aðstoðarritstjóri Vikunnar.

Þess vegna útnefni ég þau hér með bæði Aula vikunnar að þessu sinni.

En svo hélt Helga Guðrún áfram í athugasemdum.

Matthías, þú ert djókurinn. Ekki einusinni djókur vegna þess að þú ert ekki bara auli heldur á alla kanta ófyndinn. Sendu reikning hvert sem þú vilt fáráðlingurinn þinn og bíddu eftir borgun. Ég kem heim um jólin og þá skal ég hitta þig í persónu og ræða við þig af alvöru ef þú vilt og þorir. Þú segir að þér sé alvara. Mér er það líka. Fáðu þér lögfræðing aulinn þinn og reyndu að lögsækja mig. Ég skal dansa við þig. Ég hlakka til að sá þig borga lögfræðingnum þínum. Láttu mig vita hverjir þeir eru svo ég geti verið á svæðinu. Þú heldur að þú hræðir mig. Flott og últra smart vinur. Dönsum! #

og áfram:

PS. Sá sem þú kallar “umsjónarmann” síðunnar er eiginmaður minn. Hann er skráður fyrir henni að nafninu til vegna þess að kortið hans var nær honum þegar við keyptum lénið. Hann heitir Einar Erlingsson. En ef þú ætlar í hasar þá er við mig að eiga. Endilega komdu ef þú dyrfist, þú aumi drulluhali. Ég bíð. #

og áfram:

Ég ætlaði að “mokka” þennan ræfil með nokkrum pensum.. svona til að lítillækka hann fyrir betlið. En ég er hætt við það. Nú skal hann bara mæta mér ef hann hefur manndóm til. Ég reiðist ekki oft. Nú er ég reið. #

og enn var ekki nóg komið:

Hugverkum? LOL Fíbbbbl. #

ennþá meira til:

Já, og sá sem heldur því fram að forljót, margbirt ljósmynd af einhverjum skrattakolli sem veitir forystu samtökum sem virðast hafa það markmið eitt að hæða og níða niður kristindóminn sé hugverk, - jú, Matti, hann kalla ég fífl. Meira að segja ljóta helvítis fíflið. #

Mér finnst þetta óstjórnlega fyndið.

En manneskjan mun fá að borga fyrir ljósmyndina. Það finnst mér líka óskaplega fyndið.

aðdáendur dagbók
Athugasemdir

Jón Magnús - 01/12/08 15:52 #

Þetta er stórkostleg umræða sem þarf að halda til haga. Hún Helga virðist vera... tja - eitthvað greindarskert en svona lið þarf víst að fá útrás, leitt fyrir hana að þurfa að borga fyrir það.

Arnold Björnsson - 01/12/08 17:07 #

Þetta eru góð tíðindi að þú ætlir að láta konuna greiða fyrir afnot af myndinni eins og lög kveða á um. Hún hlýtur að bregðast við eins og siðuð manneskja og greiða fyrir. Ef ekki að þá er bara að senda reikning í innheimtu. Þetta er gjörsamlega tapað mál fyrir hana.

Kalli - 01/12/08 20:36 #

Það hefði kannski verið nær lagi fyrir hana að velja sér höfundarheitið Blekaður penni?

Kristín - 01/12/08 21:50 #

Mig langar óskaplega mikið til að vita hvað myndbirting kostar. Og svo máttu vita það að ef lögfræðikostnaður er þér ofviða er alltaf til gott fólk sem leggur í púkkið.

Arnold Björnsson - 01/12/08 22:17 #

Hér er eitthvað að miða við http://www.myndstef.is/isl/gskra/11.html Þetta er mjög einfalt að sækja og kostnaðurinn fellur allur á Helgu Guðrúnu. Ef hún streitist á móti verður reikningurinn bara hærri. Við erum að tala þá um hundraðþúsundkalla ef þetta þarf að fara fyrir dómstóla með tilheyrandi kostnaði. Þetta er tapað mál fyrir Helgu Guðrúnu.

Matti - 01/12/08 22:23 #

Ég verð að sýna ykkur þessa athugasemd úr þræðinum "mínum". Tengist mér ekki neitt, en fjandakornið - lesið athugasemd trader.

Inga,

Vilt þú að útlendingar njóti sérmeðferðar hér landi og séu teknir fram yfir íslendinga sem hafa búið hér alla sína tíð hvað varðar húsaskjól? Eiga íslendingar að sofa í pappakössum því að einhverjir útlendingar þurfa ”nauðsynlega” að koma til Íslands?

Vilt þú að Íslensk gamalmenni séu geymd á göngum sjúkrahúsa því að útlendingar þurfa ”nauðsynlega” að fá sjúkrarými?

Vilt þú að grunnskólanám sé sumstaðar kennt á ensku eða öðrum erlendum tungumálum þegar að Íslenskir nemendur hafa ekki náð almennilegu valdi á enskunni? Vilt þú að menntun barnanna sé stofnað í hættu vegna útlendinga?

Vilt þú að kvenmenn í einstökum hverfum hætti sér ekki út úr húsi um kvöld vegna hræðslu um að vera rænd eða nauðgað?

Ef þú segir nei vil þessum spurningum þá ættir þú að skilja mikilvægi þess að haft sé eftirlit með útlendingum hér á landi og hverjir komi inn í landið. Því ættir þú að skilja umræðuna á þessum vettvangi. #

Ég get ekki sagt neitt annað en . Svona fólk er í alvörunni til og það er ekki að grínast.

LegoPanda - 01/12/08 23:03 #

En hvað þetta er yndislegt viðhorf hjá manneskjunni.

Hún ætti kannski að spyrja sig af hverju hún hafði ekki ,,manndóm" til að borga fyrir notkun á myndinni áður en hún ákvað að nota hana?

walter - 01/12/08 23:09 #

já þessi síða er svona eins og súkkulaði. maður veit að maður á ekki, en ef maður gerir þá líður manni hálfilla eftirá.

ótrúlegt fólk þarna og sérstakt rannsóknarefni.

Bjarni - 02/12/08 00:54 #

Um hvaða mynd er verið að ræða, andlitsmyndina af þér eða einhverja aðra mynd?

Arnold Björnsson - 02/12/08 07:34 #

Og hún birtir myndina aftur í kommenti. Svakalega er hún forhert. Einsettur brotavilji sem gerir henni bara verra fyrir komi til dómsmómsmáls. Nú eru komnar tvær birtingar og reikningurinn hækkar.

Matti - 02/12/08 07:42 #

Bjarni, þetta er andlitsmyndin af mér sem er hluti af þessari seríu. Ég leyfði DV að nota myndina á sínum tíma en hef aldrei gefið blekpennar.com heimild til að nota mynd frá mér og mun aldrei gera, hvort sem um er að ræða mynd af fésinu á mér eða einhverju öðru.

Þórhallur Helgason - 02/12/08 08:56 #

Mér sýnist að fólkið sem er að skrifa þarna (og comment-a) séu eintómir álfar og sauðnaut. Allavega ef eitthvað er að marka þessa grein og svo comment-in í kjölfarið. Aðra eins fávísi og fordóma hef ég nú sjaldan séð á Íslandi, hélt að svona fyrirfinndist bara í útlandinu...

Arnaldur - 02/12/08 09:22 #

Já, það er mjög mikið kynþáttahatur á þessari sorglegu síðu og það lítur út fyrir að það sé reynt að fegra það með einhverjum kristilegum blæ.

Er þetta einhver sérstök kristileg síða eða er kristilegt fólk á Íslandi einfaldlega svona heillað af útlendingahatri?

Fáranlegt í sjálfu sér hvað greindarskertu hvítu fólki er alltaf umhugað um að varðveita yfirburðagreind hvíta kynstofnsins!

Þessi kona er greinilega mjög hrifin að orðinu útlendingasleikja. http://blekpenni.blog.is/blog/blekpenni/entry/624660/

Sindri Guðjónsson - 02/12/08 09:55 #

Arnaldur, ég varð ekki var við almenna kynþáttafordóma meðal kristinna, meðan ég var í Hvítasunnupakkanum í um 14 ár. Lang flestir voru alveg fordómalausir.

Varðandi greinina sem Þórhalldur Helgason vísaði til, þá lítur út fyrir að höfundur hennar sé ekki mikið eldri en 16 ára, sbr tilvitnanir: "er algjör skræfa þegar það kemur að stríðsmálum og í ÞOKKABÆTTI..." "var auðveldur í umræðu þegar hann ávarpaði um sum umdeild mál"

Tilvitnun Matta í Ingu: VÁ!

Matti - 02/12/08 09:57 #

Tilvitnunin er reyndar í trader sem ávarpar Ingu.

Sindri Guðjónsson - 02/12/08 10:00 #

Arnaldur. Ég var í Hvítasunnubransanum í 14 ár, og ég varð ekki var við annað en að lang flestir þeirra sem eru virkir í starfsemi hvítasunnukirkna og skyldra safnaða, væru alveg fordómalausir gagnvart útelndingum og fólki með annað litarhaft.

Varðandi greinina sem Þórhallur vísaði í, þá er augljóst að höfundur hennar getur ekki verið mikið eldri en 16 ára. Orð á borð við "ÞOKKBÆTTI" og málfar almennt var ekki upp á marga fiska.

Varðandi tilvitnun Matta í "Ingu": VÁ!

Matti - 02/12/08 10:01 #

Aftur? Athugasemdin skilaði sér í fyrstu tilraun ;-)

Sindri Guðjónsson - 02/12/08 10:03 #

Ó? Varð ekki var við það. Hélt ég hefði lokað tabbinu áður en ég ýtti á "senda".

Sindri Guðjónsson - 02/12/08 10:13 #

"Trader" er sem sagt "alveg magnaður". Bið Ingu afsökunar, las of hratt.

Arnaldur - 02/12/08 11:54 #

Ok Sindri, það er gott að heyra að flest kristið fólk sé fordómalaust :)

Þó að kristið fólk sé oft mjög umhyggjusamt á yfirborðinu, þá finnst mér það nú samt oft landlægt hjá þeim að þegar einhver er þeim ósammála má hann éta það sem úti frýs (tala allavega af eigin reynslu).

En hvað sem því líður eru þessar tilhæfulausu árasir á Matta fáranlegar, hvort sem þær eiga upptök sín hjá heiðingjum eður ei!

Gylfi Steinn - 02/12/08 23:28 #

Afbragðs skemmtiefni Matti - stend með þér í þessum þriller ;)

Haukur - 03/12/08 00:27 #

Nokkur orð um höfundaréttinn. Ég sé að á þræðinum atarna er nefnd til sögunnar "sanngjörn notkun". Þetta er hugtak úr bandarískum rétti ("fair use") og yfirfærist kannski ekki mjög vel á íslenskar aðstæður. Tilvitnanaréttur skv. íslenskum höfundalögum (14. gr.) er býsna þröngur og reyndar mjög óljóst hvort eða hvernig hann snýr að ljósmyndum.

Einnig er rétt að minna á að íslensk lög gera greinarmun á venjulegum ljósmyndum og ljósmyndum sem hafa sérstakt listrænt gildi. Myndirnar sem birtust í Séð og heyrt töldust til dæmis ekki til listljósmynda að mati dómarans. Þetta skiptir þó ekki svo miklu máli þegar um minna en 50 ára gamlar ljósmyndir er að ræða, þá á ljósmyndarinn einkarétt á birtingu á svipaðan hátt og þegar um listaverk er að ræða.

Lög um höfundarétt á ljósmyndum eru nokkuð mismunandi í ólíkum löndum. Í Sviss hefur til dæmis ljósmyndari engan einkarétt á birtingu á ljósmyndum sem ekki teljast listaverk. Í Bretlandi og Þýskalandi eru hins vegar mjög litlar kröfur gerðar til ljósmynda til að höfundur fái einkarétt á þeim til jafns við hefðbundin listaverk. Svokölluð verkhæð (e. ''threshold of originality'') er sem sagt mismunandi eftir löndum.

Ljósmyndir og listljósmyndir í íslenskum rétti

Ljósmyndir og listljósmyndir í svissneskum rétti

Matti - 03/12/08 00:35 #

Takk Haukur, þetta er fróðlegt.

Nafnlaus - 03/12/08 09:42 #

Blessuðu blekpennarnir dæma sig algjörlega sjálfir. Frábært samt að þeir safnist allir í sama drullupyttinn, auðveldar manni að forðast þá.

Alls ekki alltaf sammála þér Matti, en í þessu er ég fullkomlega sammála þér og vona að þú haldir áfram með þetta alla leið.

p.s. Það má alveg renna yfir efni blekpennar.com og athuga hvort það sé þar efni sem stangist á við lög, þetta er það rætið.

Kristinn - 03/12/08 22:05 #

Ég heiti á þig fimmara, Matti, ef á þarf að halda í lagaflækjunum!

mbk,

Jóhannes Proppé - 04/12/08 00:31 #

Ég legg fimmara á móti Kristni ef þetta fer í hart.

Matti - 04/12/08 00:40 #

Hafið ekki áhyggjur, það verður ekki vandamál að fjármagna lögsókn ef þörf krefur.

Jóhannes Proppé - 04/12/08 03:41 #

Ekki ertu kominn með "internetrifrildakærulögfræðikostnaðar"-sjóð?

Matti - 04/12/08 07:42 #

Neinei :-)

Matti - 08/12/08 20:02 #

Helga Guðrún bætir við nýju hrósi í þessari umræðu.

Öðrum eins heilalausum hrokagikk minnist ég ekki að hafa mætt um dagana.

Siggi Óla - 08/12/08 21:54 #

Verð nú að viðurkenna það að þó ég telji mig talsvert sjóaðan í netheimum hef ég varla séð ljótara orðbragð en hjá viðkomandi Helgu Guðrúnu.

Svo hlær hún og bölsótast enn meir þegar þegar hún er uppvís að kláru lögbroti. Það þarf virkilega að fylgja því eftir og láta fólk svara til saka fyrir svona svívirðingar og byrtingarlögbrot. Svona framkoma er netinu til hnignunar og má alls ekki verða að normi.

Matti - 24/08/09 16:26 #

Ég átti alltaf eftir að bæta þessu gullkorni Helgu Guðrúnar úr athugasemdum hjá Guðsteini Hauk á listann. Geri það nú í tilefni þess að hún er að rífa kjaft á Facebook.

Þú ert bara lítill kall sem eyðir æfinni í að reyna að láta öðrum líða jafn skítlega og þér líður augljóslega sjálfum.

Manneskjan er augljóslega snillingur :-)