Örvitinn

Vantrú í Vísindaþættinum á Úvarp Sögu

Ég og Óli Gneisti vorum í Vísindaþættinum á Útvarp Sögu í dag milli fimm og sex í dag. Ræddum þar um Vantrú og efahyggju. Mikið óskaplega getum við blaðrað.

Hægt er hlusta á upptöku á heimasíðu þáttarins á Stjörnufræðivefnum.

Því miður höfðum við ekki tíma til að ræða við hlustendur en símalínur glóðu á tímabili. Kannski fáum við að kíkja aftur í heimsókn síðar og tökum þá við símtölum frá áhugasömum hlustendum og aðdáendum!

efahyggja fjölmiðlar
Athugasemdir

Kristján Hrannar Pálsson - 04/12/08 21:23 #

Nokkuð skondið að heyra auglýsingar frá Hár og Heilun og einhverju de-tox heilsuseyði.

Kristján Hrannar Pálsson - 04/12/08 21:24 #

Já og galdra- og spádómsaðferðir frá Víkingahringnum! Efalaust besti markhópurinn.

Matti - 04/12/08 22:37 #

Þetta fór alveg framhjá okkur meðan við vorum í þættinum. Hlustum ekki á auglýsingarnar :-)

Sævar Helgi - 04/12/08 22:58 #

Það er alveg spurning um að taka bara auglýsingarnar fyrir í einhverjum þættinum.

Matti - 04/12/08 23:24 #

Það yrði varla vinsælt hjá auglýsendum - og því eflaust óvinsælt hjá stjórnendum stöðvarinnar.

En ég er til hvenær sem er :-)