Örvitinn

Stúlka Stefánsdóttir

Stúlkan, Stefán og MargrétDóttir Stefáns og Margrétar kom í heiminn eldsnemma í gærmorgun eða seint í gærnótt - eftir því hvernig við lítum á það.

Ég og Gyða kíktum í heimsókn á fæðingardeildina í Keflavík í kvöld. Stúlkan svaf allan tímann, sýndi reyndar smá lit líka og grét aðeins upp úr svefni - foreldrar höfðu það gott. Allt gekk vel og stelpan er einhverjir 52 cm og einhverjar merkur 3835gr (sjáið til, þetta eru upplýsingar sem karlmenn leggja ekki á minnið). Ég tók að sjálfsögðu nokkrar myndir.

fjölskyldan prívat
Athugasemdir

Jóhannes Proppé - 04/12/08 00:30 #

Það væri réttara að segja nokkrir sentimetrar, frekar en einhverjir, nema að sjálfsögðu þú værir að meina einhverja af sentimetrunum 33-39, 11-12 og 22-26.

Málfræðisfasismi, ég veit. En tungumálið er það eina sem ekki er búið að selja ofan af okkur svo það dugar ekki annað en að ríghalda í það.

Matti - 04/12/08 00:39 #

Jújú, ætli það sé ekki réttara :-) (annars var þetta bara leti í mér, stúlkan var 52cm og 3835gr.

Sirrý - 04/12/08 13:51 #

Innilega til hamingju með að vera orðin föðusystir Gyða. Til hamgingju með stelpuna Stefán og Margrét hún er gullfalleg. Veit ekki hvort þú hefur einhvern titil í þessu öllu saman Matti en þú færð alla vega fleiri falleg andlit að mynda.