Örvitinn

Ráðherra bankamála, Seðlabankinn og Viðskiptanefnd

Er ráðherra bankamál virkilega að segja frá því að hann hafi ekki hitt formann bankastjórnar Seðlabankans í heilt ár? Hefðu þeir ekki átt að vera í reglulegu sambandi þegar ljóst var hvert stefndi? Vissulega heyrir Seðlabankinn undir Forsætisráðuneytið, en tengsl bankanna og Seðlabanka eru þess eðlis að ráðherra bankamál hefði átt að vera í einhverju sambandi - hefði ég haldið.

Hvernig er það svo með Viðskiptanefnd Alþingis:

Til viðskiptanefndar er m.a. vísað málum er varða fjármála- og vátryggingastarfsemi, banka, sparisjóði og aðrar fjármálastofnanir, samkeppni, hlutafélög, verslun, viðskipti og neytendavernd. Á málefnasviði nefndarinnar eru t.d. lög um viðskiptabanka og sparisjóði, lög um verðbréfasjóði og verðbréfaviðskipti, lög um vátryggingastarfsemi, lög um hlutafélög og einkahlutafélög, samkeppnislög, lög um eftirlit með fjármálastarfsemi og lög um neytendavernd.

Er það ekki nákvæmlega á þessu sviði sem allt fór fjandans til? Þyrfti ekki að boða Viðskiptanefnd fyrir einhverja nefnd og spyrja þetta fólk hvern andskotann það hefur verið að gera?

pólitík
Athugasemdir

Eva - 05/12/08 18:46 #

Davíð Oddsson kvartar um að hann hafi reynt að vara við hruninu en þar sem engir frjálsir fjölmiðlar séu í landinu hafi boðin ekki komist áleiðis.

Ég velti því fyrir mér hvort viðskiptanefnd sé virkilega ekki með netfang sem hann hefði getað sent póst á.

Arnold - 07/12/08 12:13 #

Fyrir utan að þessara aðvaranir Davíðs hefðu átta að fara með formlegum hætti til viðkomandi aðila. Formlegt bréf t.d. Þá væri hægt að rekja þessa atburðarrás og sjá hvar þetta strandaði. Þetta virðist vera meira svona "ég sagði þér þetta í afmælinu hans xxxx, manstu það ekki? " "öhh jú kannski, ég er ekki viss samt, ertu viss um að það hafi verið ég sem þú talaðir við?"

Þetta er bara fáránlegt og atburðarás síðust vikna er fáránleg. Og að kenna fjölmiðlum um er enn fáránlegra :)