Örvitinn

Þýlindi Morgunblaðsins

Það liggur við að ég mæti í miðvikudagsboltann eingöngu til að kvabba um ritstjórnarstefnu Ríkiskirkjublaðsins Morgunblaðsins. Er mbl.is hugsað sem staður til að svæfa fréttir? Ef umfjöllun birtist á vefnum er ekki ástæða til að prenta hana.

Hvað ætli ritstjórinn fái frá ríkiskirkjunni? Varla skýrist stefnan bara af trúarhita (órum) prestsonarins. Hugsanlega er um að ræða þýlyndi við ráðamenn, ríkiskirkjan hefur sterk ítök hjá þeim vitleysingum.

fjölmiðlar kvabb