Örvitinn

Lélegur kíttari

Ég veit ekki hvernig hægt er að vera lélegur að kítta en ég er það. Var að kítta helvítis gluggann í dótaherberginu að utan og innan. Þrátt fyrir hellings kítt blæs aðeins inn en ég er samt að vona að þetta dugi. Keypti eitthvað límband sem ég ætlaði að nota til að þétta gluggann að utan en þegar á reyndi límdist það ekki við nokkurn skapaðan hlut. Kærar þakkir til starfsmanns Byko sem ráðlagði mér í þeim efnum!

Losaði nokkrar hellur og bjó um leið til nýja kenningu um af hverju það byrjaði að leka inn um þennan glugga síðasta vetur.

Svo kemur í ljós hvort ég þarf að fara út að ausa í kvöld.

dagbók
Athugasemdir

Kristín í París - 11/12/08 17:12 #

Þú átt að taka filmuna af líminu, það er sko undir...

Matti - 11/12/08 17:27 #

Hmm, þú segir nokkuð - best ég skoði þetta límband betur :-)

Matti - 11/12/08 17:31 #

Tja - mér sýnist það ekki eiga við í þessu tilviki.