Örvitinn

Ríkiskirkjunni gert að spara?

Undanfarna daga hef ég heyrt af niðurskurði hjá Landsspítalanum, Lögreglunni, Utanríkisráðuneyti, Vegagerðinni og ýmsum öðrum - lækkun barnabóta, lækkun launa, hækkun skatta og svo framvegis.

Ég hef ekki heyrt orð um niðurskurð hjá ríkiskirkjunni. Það eina sem ég hef heyrt er að ríkiskirkjan vígir nýja kirkju eða tugmilljóna orgel hverja helgi.

Hvað er að frétta af niðurskurði hjá ríkiskirkjunni? Ég hef ekki tíma til að fara í gegnum fjárlögin og fæ mínar upplýsingar frá fjölmiðlum (já, ég veit - það er kjánalegt) en það hlýtur að vera skorið verulega af þeim rúmlega fimm milljörðum sem kirkjan fær á hverju ári.

Látum okkur sjá, hér er eitthvað (pdf skjal):

06-701 Gerð er tillaga um 106 m.kr. lækkun á launalið þjóðkirkjunnar eða sem svarar til 7,5%. Tillagan tekur mið af lagafrumvarpi þar sem því er beint til kjararáðs að lækka laun þeirra sem undir ráðið heyra um 5-15%. Hér er farin sú leið að miða við að lækkunin verði helmingurinn af 15% að meðaltali en ljóst er að óvissa er um útkomuna og er gert ráð fyrir að fjárheimildin verði endurskoðuð í frumvarpi til fjáraukalaga fyrir árið 2009 þegar úrskurður kjararáðs liggur fyrir.

06-705 Lagt er er til að framlag í Kirkjumálasjóð lækki um 30 m.kr. Framlagið er reiknað sem 14,3% af sóknargjöldum til safnaða þjóðkirkjunnar en þau hækka í samræmi við hækkun á meðaltekjuskattsstofni milli næstliðinna tveggja ára og fjölgun einstaklinga 16 ára og eldri. Í þessari tillögu er einungis gert ráð fyrir þeim þætti sem ræðst af fjölgun einstaklinga milli ára en hún er áætluð 1,6%. Einingarverð er hins vegar lækkað frá því sem lögboðið er og verður 855 kr. á mánuði á hvern einstakling 16 ára og eldri á árinu 2009.

06-735 Lagt er til að sóknargjöld til þjóðkirkjunnar lækki um 206 m.kr. Sóknargjöld hækka að öllu jöfnu í samræmi við hækkanir á meðaltekjuskattsstofni milli næstliðinna tveggja ára og fjölgun einstaklinga 16 ára og eldri. Í þessari tillögu er einungis gert ráð fyrir þeim þætti sem ræðst af fjölgun einstaklinga milli ára en hún er áætluð 1,6%. Einingarverð er hins vegar lækkað frá því sem lögboðið er og verður 855 kr. á mánuði á hvern einstakling 16 ára og eldri á árinu 2009.

06-736 Gerð er tillaga um að lögboðið framlag til Jöfnunarsjóðs sókna lækki um 38 m.kr. Framlagið er reiknað sem 18,5% af sóknargjöldum til safnaða þjóðkirkjunnar en þau hækka í samræmi við hækkun á meðaltekjuskattsstofni milli næstliðinna tveggja ára og fjölgun einstaklinga 16 ára og eldri. Í þessari tillögu er einungis gert ráð fyrir þeim þætti sem ræðst af fjölgun einstaklinga milli ára en hún er áætluð 1,6%. Einingarverð er hins vegar lækkað frá því sem lögboðið er og verður 855 kr. á mánuði á hvern einstakling 16 ára og eldri á árinu 2009.

Og úr þessu skjali (pdf).

161. Við 06-701 Þjóðkirkjan
a. 1.01 Biskup Íslands 1.633,7 -106,0 1.527,7
b. Greitt úr ríkissjóði 1.600,3 -106,0 1.494,3
162. Við 06-705 Kirkjumálasjóður
a. 1.10 Kirkjumálasjóður 322,4 -30,0 292,4
b. Greitt úr ríkissjóði 322,4 -30,0 292,4
163. Við 06-735 Sóknargjöld
a. 1.10 Sóknargjöld til þjóðkirkjunnar 2.224,0 -206,0 2.018,0
b. 1.20 Sóknargjöld til annarra trúfélaga 281,0 -26,0 255,0
c. Greitt úr ríkissjóði 2.505,0 -232,0 2.273,0
164. Við 06-736 Jöfnunarsjóður sókna
a. 1.10 Jöfnunarsjóður sókna 417,1 -38,0 379,1
b. Greitt úr ríkissjóði 417,1 -38,0 379,1

Fjárlög 2008 (pdf skjal)

06-701 Þjóðkirkjan
Almennur rekstur:
1.01 Biskup Íslands 1.500,9
Stofnkostnaður:
6.21 Skálholtsstaður 11,4
6.22 Hallgrímskirkja 17,8
6.23 Hóladómkirkja 5,0
6.25 Dómkirkjan í Reykjavík 5,4
6.28 Þingeyraklausturskirkja 3,0
Stofnkostnaður samtals 42,6
Gjöld samtals 1.543,5
Gjöld umfram tekjur 1.474,4
Sértekjur -69,1
Sértekjur:
Fjármögnun:
Greitt úr ríkissjóði 1.474,4
06-705 Kirkjumálasjóður
Almennur rekstur:
1.10 Kirkjumálasjóður 283,9
06 Dóms- og kirkjumálaráðuneyti 89 m.kr.
Fjármögnun:
Greitt úr ríkissjóði 283,9
06-707 Kristnisjóður
Almennur rekstur:
1.10 Kristnisjóður 89,7
Fjármögnun:
Greitt úr ríkissjóði 89,7
06-735 Sóknargjöld
Almennur rekstur:
1.10 Sóknargjöld til þjóðkirkjunnar 1.986,0
1.20 Sóknargjöld til annarra trúfélaga 234,0
Almennur rekstur samtals 2.220,0
Gjöld samtals 2.220,0
Fjármögnun:
Greitt úr ríkissjóði 2.220,0
06-736 Jöfnunarsjóður sókna
Almennur rekstur:
1.10 Jöfnunarsjóður sókna 367,4
Fjármögnun:
Greitt úr ríkissjóði 367,4

pólitík
Athugasemdir

Matti - 15/12/08 10:05 #

Ég legg áherslu á að þessi lækkun er miðað við fyrra frumvarp, ekki fjárlög síðasta árs. Því er ekki víst að ríkiskirkjan fái minni pening á næsta ári en því síðasta.

Matti - 15/12/08 11:41 #

Bætti inn fjárlögum 2008. Eins og sést er ríkiskirkjan í flestum tilvikum að fá meira árið 2009 en árið 2008 þrátt fyrir niðurskurð. Vissulega eru verðhækkanir á þessu tímabili en ég er nokkuð sannfærður um að mörgum þykir frekar skítt að enn sé verið að moka fé í kirkjuna þegar flestir aðrir þurfa að skera almennilega niður. Hvað haldið þið að þjóðin myndi segja ef henni væri boðið að færa fimm milljarða frá ríkiskirkjunni yfir í annan málaflokk - t.d. spítalana?

Mummi - 15/12/08 12:26 #

Voru ekki framlög til HÍ skert um milljarð? Æi kannski er að slá saman hjá mér. Jú það hlýtur að vera - ég neita að trúa því að ég búi í þjóðfélagi þar sem ríkiskirkjan sker minna niður heldur en flaggskip íslenskrar menntunar. Það væri einfaldlega of sorglegt.

Matti - 15/12/08 12:31 #

Eflaust yrði því svarað með því að bera saman hlutfallslegan kostnað.

Jón Magnús - 15/12/08 13:08 #

Launin þeirra verða að ég held fyrir sama niðurskurði og ráðamenn að ég held þannig að heildar niðurskurður Ríkiskirkjunnar er ekki kominn í ljós fyrr en þetta launalækkunarfrumvarp er samþykkt.

Matti - 15/12/08 16:32 #

Það kemur fram að þeir gera ráð fyrir að launakostnaður lækki um 7.5%

Gerð er tillaga um 106 m.kr. lækkun á launalið þjóðkirkjunnar eða sem svarar til 7,5%. Tillagan tekur mið af lagafrumvarpi þar sem því er beint til kjararáðs að lækka laun þeirra sem undir ráðið heyra um 5-15%. Hér er farin sú leið að miða við að lækkunin verði helmingurinn af 15% að meðaltali

Gurrí - 17/12/08 00:52 #

Mikið vildi ég að þessir milljarðar færu frekar í sjúkrahúsin áður en Pétri Blöndal tekst að koma á sérstökum sjúklingaskatti. Hann situr nú í nefnd á vegum heilbrigðisráðuneytisins sem á að ákveða breytingar á kerfinu. Ein spurning: Ef barn fæðist sjálfkrafa inn í þjóðkirkjuna mega þá foreldrarnir ekki skrá það út strax við fæðingu? Eða er það skírnin sem kemur börnum inn í þjóðkirkjuna?

Gurrí - 17/12/08 01:09 #

Gleymdi einu ... Þú gleymir alveg KFUM sem hefur fengið á bilinu 25-35 milljónir á ári frá ríkinu og reyndar líka einhverjar milljónir árlega frá Borginni (50 millj. í Vatnaskóg í fyrra), reyndar einnig styrki frá Bónus, Sjóvá Almennum og fleiri. Ættingi minn, sem hefur rekið flottar og vinsælar sumarbúðir í 11 ár, óháðar í trúmálum, hefur enga styrki fengið þótt styrkirnir til KFUM og Skáta séu hrikaleg aðför að samkeppni. Ósanngjarnt að styrkja bara 2 aðila af 3, og bara þá sem starfa á kristilegum grunni.

Matti - 17/12/08 08:33 #

Ein spurning: Ef barn fæðist sjálfkrafa inn í þjóðkirkjuna mega þá foreldrarnir ekki skrá það út strax við fæðingu?

Jú, foreldrar geta breytt trúfélagsskráningu barns hvenær sem er alveg óháð skírn. Barn er ekki skráð sjálfkrafa í trúfélag við skírn.