Örvitinn

Morgunblað frelsisins

Morgunblaðið birti í dag tvær aðsendar greinar frá Verndara frelsisins. Mér finnst það dálítið krúttlegt en nenni ekki að lesa greinarnar - skimaði yfir þær.

Aðrir þurfa að bíða vikum saman eftir að greinar þeirra hljóði náð hjá Morgunblaðinu. Það skiptir víst máli hvaða frelsi fólk er að verja.

fjölmiðlar
Athugasemdir

Óli Gneisti - 18/12/08 10:25 #

Það er líka svolítið gaman að verndarinn skuli skrifa aðsendar greinar í Moggann enda veit hann að enginn les hans eigið blað.

Teitur Atlason - 18/12/08 12:54 #

Er þetta ekki einmitt dæmi um að greinarnar hans hafa beðið lengi? það er klúður að birta tvær greinar eftir sama manninn dama daginn. Það er útilokað að hann hafi sent inn tvær greinar í einu. Það bara stenst ekki.

-Enginn gjörir slíkt.

Gísli Freyr - 22/12/08 15:50 #

Önnur greinin er árs gömul. Birtist í des. í fyrra en var birt nú vegna mistaka MBL.

Ég veit ekki hvernig Óla dettur í hug að Mogginn sé „mitt eigið blað".

Matti - 22/12/08 15:55 #

Ég veit ekki hvernig Óla dettur í hug að Mogginn sé „mitt eigið blað".

Þarna misskilur þú Óla. Hann vísar til þess að þú skrifar grein í Morgunblaðið en ekki Viðskiptablaðið, sem er "þitt eigið blað".

Gísli Freyr - 22/12/08 21:38 #

point taken. ætli það að skrifa aðsendar greinar í VB væri ekki eins og að prédika yfir kórnum.