Andkristnihátíð
Í kvöld fór ég í fyrsta skipti á Andkristnihátíð, þ.e. fyrri hluta hátíðar sem fram fór í Tónlistarþróunarmiðstöðinni, sleppti tónleikunum á Cafe Amsterdam. Rakst ekki á djöfulinn en sá fullt af ungu, fallegu og kátu fólki. Heyrði líka afskaplega kraftmikið rokk, sumt var kannski örlítið of mikið fyrir mig en annað var ég að fíla.
Missti af bænakrökkunum sem voru að biðja fyrir fólki á ganginu. Vésteinn fékk handayfirlagningu og varð víst ekki meint af.
Rúmlega þrjátíu var bjargað úr klóm ríkiskirkjunnar. Það er góð uppskera.