Örvitinn

Gljól

Jólatréð í stofu stendur, hallar dálítið en er þokkalega skreytt. Undir því eru nokkrir pakkar en það á eftir að bætast í þann haug. Tréð er í stærra lagi þetta árið og heitir Max, Áróra Ósk nefndi þegar hún fékk að velja tréð.

Kalkúninn svitnar í ofninum við 140° á blæstri, fór í ofninn klukkan eitt og verður tilbúinn klukkan sjö.

Leiðari prestsonarins í Morgunblaðsins í dag er eitt stórt fokk jú merki til þeirra íslendinga sem ekki aðhyllast kristna trú. Ég ætla ekki að gefa honum fokk jú merki til baka. Leiðari Fréttablaðsins er skrifaður til allra landsmanna. Í Fréttablaðinu er Kirkjublað en ég fletti hratt í gegnum það. Það er auðvelt að selja auglýsingar í slíkt blað, kirkjan og tengdir aðilar kaupa allt pláss og kosta þannig blaðið.

Við erum að taka korters pásu í Bakkaselinu. Næst klárum við tiltekt og það er nóg eftir að gera í eldhúsinu. Ég held þetta verði samt þokkalega stresslaust. Þannig á það nefnilega að vera.

Ég óska öllum lesendum gleðilegra jóla, fagnið þeim að ykkar hætti og gleðjist af því tilefnin sem þið viljið, hvort sem þið eruð kristin, annarar trúar eða trúlaus. Gleðileg jól.

dagbók