Örvitinn

Kirkjusókn - déjà vu

Hver einustu jól er víst metaðsókn í kirkjur landsins. Hver einustu jól eru allar kirkjur troðfullar en fyllast enn meira að ári. Undantekningarlaust birta allir fjölmiðlar gagnrýnislaust fullyrðingar frá áróðurdeild ríkiskirkjunnar.

Að sjálfsögðu mæta margir, það véfengir enginn. Fjöldi trúleysingja mætir í á tónleika og í jólamessur. Verst að þetta fólk er með mætingu sinni að styðja ríkiskirkjuna með beinum hætti - þökk sé áróðursdeildinni.

Á morgun mæti ég í kirkju og verð væntanlega talinn eins og hvert sóknarbarn (andvarp).

kristni
Athugasemdir

Eyja - 28/12/08 12:11 #

Hehe, ég, trúleysingi í Kópavogi, mætti í miðnæturmessu á aðfangadagskvöld úti á Seltjarnarnesi. Ég held að þetta sé í fyrsta skipti á ævinni sem ég mæti í messu sem ekki er hluti af skírn, fermingu, giftingu eða jarðarför. Ástæðan var að sjálfsögðu að dóttir mín var að syngja (og sem betur fer talaði presturinn ekki mjög lengi).

Matti - 28/12/08 12:13 #

Ástæðan var að sjálfsögðu að dóttir mín var að syngja

Ég held að þetta sé afskaplega algeng ástæða.

hildigunnur - 28/12/08 12:57 #

Jújú, ég mætti í heilar tvær. Syngja í fyrri og hlusta á dótturina í þeirri seinni. Stappfullt í miðnæturmessunni, enda nær 200 ungmenni að syngja, en ég hef á tilfinningunni að það hafi verið heldur færri í aftansöngnum heldur en í fyrra.

Haukur - 28/12/08 13:10 #

Þessu ótengt. Ég mæli með kúnstugum lýsingum Ómars Ragnarssonar af kristniboði í Afríku.

(Sérstaklega þarf að lesa athugasemd Ómars nr. 5)

Walter - 28/12/08 15:02 #

Já athugasemd #5 hjá Ómari gæti ekki líst kristni betur.

... ehhh óhh hann var að lýsa djöflatrú! Jæja þá.

Birgir Baldursson - 28/12/08 20:22 #

Þarna var Helgi nánast tilbeðinn. Áður en hann kom þangað fyrst réði þarna ríkjum djöflatrú, sem byggðist á skelfilegum óttaboðskað og fórnum til að blíðka djöflana.

Já, er ekki bara kristindómurinn :) lifandi kominn? Og hérna líka:

Nokkrir gamlir galdralæknar réðu fyrrum ríkjum og byggðu veldi sitt á því að þeir einir gætu haldið djöflunum í burtu með særingum sínum.

Með reglulegu millibili þurfti að fórna fyrir þá og bera í þá vín og dýrindis matföng.