Örvitinn

Hjálparstarf kirkjunnar

Aftur nálgast brottför til Afríku. Í mörg horn hefur verið að líta til undirbúnings. Nú reynir meir á en seinast því efst á verkefnalistanum er kennsla á námskeiði fyrir prédikara sem hafa verið valdir til þess að undirbúast fyrir prestsvígslu.

Þeir eru á tveimur 10 vikna námskeiðum í vetur og á því seinna á ég að kenna þeim það sem við köllum embættisgerð eða helgisiði, að búa sig andlega undir verkefni sín og að staðfesta þá í kenningunni. Mér þykir ábyrgð mín mikil því að þeim árangri er stefnt að fjölga almennum prestum í Pokot úr fimm í amk tólf. Sömuleiðis mun ég kenna tilvonandi prédikurum Gamlatestamentissögu eða Ísraelssögu eins og það var kallaði í Deildinni á mínum dögum. #

kristni
Athugasemdir

baddi - 02/01/09 21:13 #

Gaman til þess að vita að þeir peningar sem gefnir eru í hjálparstarf kirkjunnar fara einungis í það bráðnauðsynlegasta...

Matti - 02/01/09 21:17 #

Ég verð reyndar að taka fram að ég veit ekki hvort Jakob er styrktur af Hjálparstarfi kirkjunnar. Aftur á móti er ég nokkuð viss um að hluti af því sem Hjálparstarf kirkjunnar gerir er einmitt á hinu trúarlega sviði.

Hver væri annars tilgangurinn að hjálpa einhverju fólki ef það tæki ekki sömu trú og þú?

Aldrei myndi ég rétta nokkrum litla putta nema hann lofaði að halda með Liverpool í kjölfarið!