Örvitinn

Börn, pólitík og trúmál

Það fer fyrir brjóstið á einhverjum að átta ára stúlka flutti (var látin flytja) ræðu á Austurvelli.

Ég ætla ekki að taka afstöðu til þess eins og er. Var ekki á svæðinu og hef ekki séð upptökur af þessu. Finnst þetta á gráu svæði og myndi ekki láta dætur mínar taka þátt í slíku.

Ég myndi heldur aldrei láta dætur mínar taka þátt í trúarlegum samkomum þar sem börn eru látin flytja helgisagnir, bænir eða trúarsöngva fyrir framan hóp af fólki. Flestum finnst það aftur á móti bara krúttlegt. Ég myndi heldur ekki láta dætur mínar á svið til að boða trúleysi.

Ég geri ekki mikinn greinarmun á trúar- og pólitískum áróðri.

efahyggja pólitík