Örvitinn

Trúmálarökræða

Ég er reyna að rökræða við Árni B. Steinarsson Norðfjörð um ríkiskirkjuna, siðrænan húmanisma og annað trúmálatengt. Þetta er að mínu mati dálítið forvitnileg umræða. Árni á erfitt með að sjá hvort eitthvað getur komið í stað fyrir Þjóðkirkjuna. Ég tel svo vera en umræðan snýst núna fyrst og fremst um það hvort siðrænn húmanismi sé trúarbrögð vegna þess að það séu fúndamental trúleysingjar, hvort líf án hindurvitna sé "boring" og hvort sálfræðingar og geðlæknar eigi frekar að sinna sálgæslu sem prestar og djáknar sjá um í dag.

Verst að Árni birtir ekki athugasemdir beint heldur þarf að bíða eftir samþykki hans. Ég veit því aldrei hvort næsta athugasemd mín mun birtast. Áður hefur hann sleppt því að birta athugasemdir mínar (sem virðist lenska á moggabloggi trúmanna).

efahyggja
Athugasemdir

anna benkovic - 05/01/09 20:41 #

Það þarf ekkert að koma í stað "þjóðkirkju"...hún er ekkert!...(nema þjóður að nóttu í vasa mína!)

Matti - 05/01/09 20:43 #

Ég held að ýmislegt komi í staðin. Þ.e.a.s. ég held að þó Þjóðkirkjan missi forréttindi sín muni hún starfa áfram í einhverri mynd, bara mun minni og áhrifaminni en í dag. Sum verkefni hennar fara til sveitarfélaga, önnur til ríkis og önnur verða lögð niður. Sjálfstæð Þjóðkirkja mun svo áfram þjóna því fólki sem vill þjónustu hennar.

LegoPanda - 06/01/09 10:03 #

Hvað er það sem Þjóðkirkjan gerir núna sem annað þyrfti að ,,koma í staðinn" til að gera?

Ef Þjóðkirkjan yrði aðskilin frá ríkinu yrði hún einfaldlega Lútersk kirkja, þar sem meðlimir hennar myndu sækja þá þjónustu sem þeir vilja til hennar.

Mér sýnist það ekki vera mikið öðruvísi en það er núna, fyrir utan ríkistengslin.

Líkt og þú segir þarna í síðasta kommenti, svosum. En ég held að það verði að spyrja fólk fyrst hvað það eigi við þegar það spyr ,,en hvað kemur í staðinn?".