Örvitinn

Þessi stund

Pizzudeigið er að hefast, verður tilbúið klukkan hálf sjö. Ég sit í stofunni og hlusta á Animals með Pink Floyd. Það er langt síðan ég hlustaði á þann disk.

If you didn't care what happened to me,
And I didn't care for you
We would zig zag our way through the boredom and pain
Occasionally glancing up through the rain
Wondering which of the buggers to blame
And watching for pigs on the wing.

Kolla og Inga María eru niðri í sjónvarpsstofu, Kolla að horfa á barnatímann, Inga María í Sims. Áróra Ósk er í herberginu sínu. Gyða er að vinna, næstu mánuði verður hún meira og minna í vinnunni. Þessir ríkisstarfsmenn!

Ég var að hækka í ofninum í stofunni, hann þakkar mér með reglulegu banki. Hér er óskaplega hreint.

Mér heyrist friðurinn vera úti niðri í sjónvarpsstofu. Þarf kannski að rölta niður og stilla til friðar.

Sheep
Harmlessly passing your time in the grassland away,
Only dimly aware of a certain unease in the air.
You better watch out,
There may be dogs about
I've looked over Jordan, and I have seen,
Things are not what they seem.

What do you get for pretending the danger's not real.
Meek and obedient you follow the leader
Down well trodden corridors, into the valley of steel.
What a surprise!
A look of terminal shock in your eyes.
Now things are really what they seem,
No, this is not bad dream.

dagbók