Örvitinn

Pizzur kvöldins toppuðu allt

Ég held ég hafi aldrei gert jafn góðar pizzur og í kvöld, brauðið var hnausþykkt og mjúkt. Enda hafði ég nógan tíma, notaði úrvalshveiti og lét deigið hefast tvisvar. Átti ekkert mjög mikið af áleggi en reddaði einni pizzunni með beikon, kartöflum og cayanne pipar.

Ég er á báðum áttum með þykkt á pizzubotnum, hef alltaf verið hrifinn af þunnum pizzun en þegar brauðið er svona afskaplega gott eru þær þykkur helvíti góðar.

Klúður að taka ekki myndir.

matur
Athugasemdir

Þorvaldur - 07/01/09 22:30 #

Gætirðu nokkuð verið verið svo ljúfur að birta uppskriftina? Mér hefur lengi vantað uppskrift sem ég er alveg sáttur með. :)

Matti - 07/01/09 22:43 #

Þó það nú væri. Hér kemur þetta á hundavaði :-)

Volgt vatn í skál, sykur út í og leysa upp. Svo gerið út í og hræra. Láta standa í 5-10 mín, svo gerið freyði.

Hveiti og salt í skál. Þegar gerið er búið að freyða set ég olíu og gerlausn út í skálina. Hræri vel saman. Hveit á borð, deig úr skál á borð og hnoða hraustlega í 5 mín. Setja deig í skál (hveiti í skálin og yfir deigið svo það festist ekki) og láta hefast í klukkustund. Þá hefur deigið stækkað duglega, byrja á því að ýta loftið úr því með hnefa meðan það er í skálinni. Hnoða svo hraustlega í 2-3 mín á borði.

Ég bjóð til þrjár 12" pizzur sem eru þá ansi þykkar, þetta dugar vel í fjórar venjulegar 12". Fletja út, ég nota pizzudiska. Í kvöld setti ég sósu á pizzurnar og lét þær svo standa í hálftíma eða svo. Skellti svo áleggi á, ostur undir, allskonar álegg, parmesan yfir. Elda við frekar lágan hita, 140-150° í góðum blástursofni þar til ostur er brúnn og brauð tilbúið.

Láta standa í 5 mín áður en pizzur er skornar.

Stundum skelli ég smá bjór út í deigið um leið og vatn og ger, þá verður að passa að hann sé ekki kaldur. Ég er annars alveg hættur að mæla nokkuð nema hveitið og gerið þegar ég bý til pizzur.