Örvitinn

Nikkor 35-70 2.8 D (enn ein linsa)

Sá þessa linsu auglýsta á ljósmyndakeppni.is í kvöld og fjárfesti í henni. Mig vantaði linsu á þessu bili (standard zoom linsu) og hef haft augastað á þessari.

Borgaði 30.000 fyrir linsuna. Hún er í ágætu standi, mér sýnist gler vera fínt en það heyrist dálítið skrall í fókuspinnanum (þegar myndavélin fókusar linsunni gerir hún það með því að snúa pinna sem gengur upp í linsuna). Ég mun eflaust láta skipta um þennan pinna bráðlega. Þrátt fyrir skrall fókusar hún vel.

Linsusafnið mitt er dálítið áhugavert. Ég er kominn með bestu fáanlegu Nikkor AF zoom linsunar á bilinu 20-200mm sem fengust á tíunda áratug síðustu aldar. Glerið er gott en nýjustu útgáfur af sambærilegum linsum eru að sjálfsögðu betri og fókusa miklu hraðar enda með innbyggðan fókusmótar. Þær myndu þó kosta margfalt á við þessar. Ég held að 24-70 og 70-200 myndu kosta mig um 400þ hér á landi í dag.

Þetta eru Nikkor linsunar sem ég á í dag. Hafa kostað mig samtals 130þ.

myndavélar og aukahlutir
Athugasemdir

Kalli - 08/01/09 08:19 #

Ég pældi aðeins í hvað það myndi kosta mig að fara í D700 með tilheyrandi gleri og svelgdist á þegar ég áttaði mig á hvað 17-35 f/2.8 kostar. Pælingin var auðvitað að fá almennilega víða linsu á DX og með AF-S fyrir D40una.

Þetta safn sýnir kannski að ég geti farið að pæla í undirbúningi á linsusafni ef ég fæ mér D90 fyrst :p

Ég er samt eiginlega duglegri við að eltast við Nikon dót frá áttunda og níunda áratugnum á D40una :)