Örvitinn

Kirkjan og samfélagið

Í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag fjalla Stefán Einar Stefánsson og Þorgeir Arason um hlutverk kirkjunnar í samfélaginu. Stefán Einar vill verða prestur og hefur þegar sótt um einhver brauð. Hann veit að stysta leiðin* ein leið að hjarta biskups er að skrifa kirkjuvarnagreinar í blöðin.

Það merkilegasta við grein þeirra félaga er að þegar þeir lýsa hlutverki kirkjunnar tala þeir um ýmislegt en gleyma því allra mikilvægasta. Það er eins og aðalatriðið, kjarni kirkjustarfsins, skipti þá engu máli.

Því þegar greinin er lesin er ekki nokkur leið að sjá að hlutverk kirkjunnar sé að boða kristni, nánar tiltekið þá grein kristni sem hin Evangelíska (boðandi) Lútherska ríkiskirkja stendur fyrir.

Vonandi skrifa þeir félagar aðra grein bráðlega þar sem þeir muna eftir að minnast örlítið á boðunina. Varla gleymdu þeir því viljandi.

kristni
Athugasemdir

Carlos - 11/01/09 11:29 #

Leiðrétting: Stysta leiðin að hjarta biskups, er að vera skyld/ur honum :-[

Matti - 11/01/09 11:31 #

Leiðrétting meðtekin. Þarna fór ég fram úr mér!