Örvitinn

Fyrrverandi fréttastjóri í guðfræðinám

Þegar ég las um það að Steingrímur Sævarr sé á leið í guðfræðinám skyldi ég loks hvað hefur verið í gangi. Ekki var nóg með að fyrrverandi varafréttastjóri stöðvarinnar sé giftur starfsmanni biskupsstofu heldur var fréttastjórinn líka trúmaður.

Nú loks skil ég stefnu fréttastofunnar varðandi trúmál og trúargagnrýni. Það var engin tilviljun hvernig þau fjölluðum um þessi mál, fréttastofan var í raun útibú biskupsstofu.

Hann segist jafnframt vera trúaður og fari því inn í námið á bæði sagnfræðilegum- og trúarlegum forsendum.

Fer fólk í eitthvað annað nám í Háskóla Íslands á trúarlegum forsendum?

fjölmiðlar
Athugasemdir

GH - 12/01/09 08:58 #

Mjög athyglisvert og skýrir margt.

Emil - 12/01/09 09:02 #

Hvað hefur þá verið í gangi? Aldrei að segja bara fyrri hluta sögunnar. Hvernig hefur Stöð 2 hagað sér í samræmi við þessa uppgötvun?

Matti - 12/01/09 09:20 #

Þetta er bloggsíða, ég má alveg segja bara fyrri hluta sögunnar ;-)

Fréttastofa Stöðvar2 hefur svosem ekki verið eina fréttastofa landsins sem hefur virst undarlega hliðholl kirkjunni, en stundum hafa þau gengið fram af mér og fleirum.

Mín reynsla er að þau hafa haft lítinn áhuga á gagnrýni á kirkjuna. Hafa ekki t.d. fjallað um fréttatilkynningar sem Vantrú hefur sent, jafnvel þegar um er að ræða eitthvað sem ratar í aðra fjölmiðla. Einnig hafa fulltrúar kirkjunnar haft ansi greiðan aðgang að þeim til að svara gagnrýni sem sett hefur verið fram annars staðar.

Eftirminnilegasta dæmið er umfjöllun þeirra um Prestastefnu á síðasta ári. Í fréttum á Stöð2 var ekki eitt einasta orð um að Svarthöfði hefði mætt á svæðið. Ríkissjónvarpið sýndi svarthöfða. Ég hef ekki enn skilið hvernig hægt var að fjalla um þetta í fréttum án þess að minnast á gestinn góða. Umfjöllun Stöðvar2 var eins og myndasyrpa biskupsstofu, ritskoðuð í tætlur til að láta líta út fyrir að Svarthöfði hefði aldrei mætt á svæðið.

Guðspjallamaðurinn :-) - 12/01/09 12:38 #

Nú skil ég líka hvernig Stelpurnar á Stöð2 hafa sniðgengið Vantrú fyrst Ilmur er líka að fara í guðfræðina og hvernig Gettu betur hefur viljandi farið framhjá vantrúarspurningum fyrst Davíð Þór er þar og hvernig ,,, er paranoian ekki alveg að fara með ykkur?

Matti - 12/01/09 13:50 #

Kannski er ég djúpt sokkinn í vænisýki, það má vel vera. Það breytir því ekki að fyrrverandi fréttastjóri stöðvar tvö er núna að fara í guðfræði af trúarástæðum og varafréttastjórinn fyrrverandi er giftur almannatengslasérfræðingi ríkiskirkjunnar.

Hvað finnst þér t.d. um Svarthöfðadæmi?

ps. Talandi um vænisýki. Eru Emil og Guðspjallamaðurinn alveg örugglega sitthvor aðilinn?