Örvitinn

Tölvan komin í gang

Fartölvudruslan er komin í gang. Ég byrjaði á því að yfirfara diskinn og staðfesta að á honum eru skemmdir.

Fór eftir leiðbeiningum. Reddaði Windows XP disk sem ég ræsti með, fór í repair og keyrði chkdsk /r. Sú keyrsla tók þrjá klukkutíma, yfirfór disk og lagaði skemmdir. Eftir það ræsti vélin.

Það tekur því eiginlega ekki að kaupa nýjan disk í þessa vél, ég passa mig bara á að taka afrit af öllu sem er á henni og bíð spenntur eftir næsta hruni. Reyndar á ég fartölvudisk í flakkara, gæti afrita allt yfir á hann með Ghost og skipt um disk.

tölvuvesen
Athugasemdir

Jens - 13/01/09 17:21 #

Ég hef einu sinni sett Ghost startkópíu yfir startdisk en tölvan vildi aldrei gúddera það. Endaði á að formatta og setja þetta upp með gömlu aðferðinni, install disk sumsé.

Eggert - 13/01/09 22:43 #

Jens, oft lagar fdisk /mbr eitthvað svoleiðis vesen.

Siggi Óla - 14/01/09 20:17 #

Hef einmitt nokkrum sinnum sett Ghost klón á startdisk aftur og alltaf virkað smurt. En chkdsk /r viðgerðin fannst mér fróðleg og hef hana í huga, örugglega hægt að keyra hana á fleiri bsod errora :)