Örvitinn

Kraftaverk á kraftaverk ofan

Mikið yrði ég glaður ef fjölmiðlar hættu að tala um "kraftaverk" þegar lán leikur við fólk eða einhverjir standa sig afskaplega vel og koma í veg fyrir manntjón.

efahyggja
Athugasemdir

kjartan - 16/01/09 15:21 #

"Mikið yrði ég glaður ef fjölmiðlar hættu að tala um "lán" þegar kraftaverk leikur við fólk eða einhverjir standa sig afskaplega vel og koma í veg fyrir manntjón."

Hver er þín skilgreining á kraftaverki?

Kveðja kjartan

Matti - 16/01/09 15:30 #

Mér finnst ágætt að vísa í Hume sem talar um kraftaverk sem undantekningu á náttúrulögmálum.

Kraftaverk er brot á náttúrulögmálunum. Og þar sem þessi lögmál eru studd öruggri og undantekningarlausri reynslu leiðir af eðli málsins að staðfesting þess að kraftaverk gerist ekki er svo örugg sem nokkur reynslurök geta hugsanlega verið. #

Nánar um Hume og Kraftaverk í greininni Af kraftaverkum og David Hume á Vantrú.

Ég veit að fólk notar hugtakið í mun almennari merkingu í daglegu máli en ég yrði persónulega feginn ef fjölmiðlar notuðu frekar önnur hugtök. Að mínu mati er "kraftaverk" aðeins of tengt hindurvitnum.

kjartan - 16/01/09 15:44 #

Hver er hin tæra meining. Kraftaverk? Án gildishlaðinnar, söguþrungrar merkingar, Verk sem krefst krafta. Svo einfalt er það. Að vísa í Hume er dálítið langsótt. Ertu að seigja að orðið kraftaverk hafi ekkert gildi nema í samhengi við trúarbrögð? Kv. kjartan

Matti - 16/01/09 15:46 #

Ertu að seigja að orðið kraftaverk hafi ekkert gildi nema í samhengi við trúarbrögð? Kv. kjartan

Ég svaraði þessu í síðustu athugasemd.

Ég veit að fólk notar hugtakið í mun almennari merkingu í daglegu máli

kjartan - 16/01/09 15:59 #

Ok Fyrirgefðu ónæðið Bestu kveðjur Kjartan

(hvernig skilgreinir þú lán)

Matti - 16/01/09 16:02 #

Ég vísa í orðabók.

Legopanda - 16/01/09 19:26 #

Flestir sem ég þekki nota kraftaverk á svipaðan máta, og oft eiga þeir við að eitthvað gerðist ,,af guðs náð", og sumir nota jafnvel þau orð. Ég er alveg sáttur við það ef orðið kraftaverk yrði eingöngu notað í bókstaflegri túlkun (verk sem krefst krafta) en þá þyrfti allt núlifandi mannfólk að gleyma því að þetta orð hefur verið notað fyrir eitthvað sem tengdist náð guðs/guða, og það er ekki að fara að gerast á einni nóttu.

Nú er kaþólska kirkjan oft í fréttum á Íslandi. Kaþóslka kirkjan er enn þá til í að kalla ákveðið mannfólk ,,dýrlinga", og skilgreining hennar á ,,dýrlingi" er manneskja sem hefur framkallað 3 kraftaverk. Einn af síðustu dýrlingum kaþólikkanna var móðir Teresa. Ber almenningur virðingu fyrir páfanum og móður Teresu á Íslandi? Ég er ansi hræddur um það. Gefur það ekki góða leið fyrir áframhaldandi hugtakatengingu kraftaverka og náðar guðs? Ég held það.

kjartan - 16/01/09 23:56 #

fyrst þú vísar í orðabók, Kraftaverk=

1.verk sem yfirnáttúrulegt afl þarf til að vinna af því það fer í bága við náttúrulögmál.

2(hagfellt) atvik sem mjög ótrúlegt er að gerist. t.d. http://www.mbl.is/mm/frettir/erlent/2009/01/16/flugmadurinngerdikraftaverk/

Matti - 17/01/09 09:07 #

Og?

kjartan - 17/01/09 17:27 #

Mér finnst það uppgjöf að mæla með því að hætta nota orð sem er málfræðilega hlutlaust. Ég er trúlaus maður og hefur orðið kraftaverk hentað mér ágætlega til að lýsa ákveðnum aðstæðum. Aldrei hefur mér dottið í hug að tengja það einhverju afli sem fer í bága við náttúrulögmál! en svona er skilningur manna misjafn. Kv Kj.

Matti - 17/01/09 18:45 #

sem er málfræðilega hlutlaust.

Í orðabókaskilgreiningu sem þú settir fram er skýrt að orðið hefur tvær merkingar, þar af aðra sem tengist yfirnátturulegu afli.

Að mínu mati er sú túlkun orðsins mun almennari en hin.

Auk þess er ég ekki sammála því að nokkuð "ótrúlegt" hafi gerst í báðum tilvikum sem ég hafði í huga. Í öðru lenti þrautþjálfaður flugmaður vél sinni á fljóti, í hinu flúði fólk úr brennandi húsi. Í báðum tilvikum getum við talað um heppni, lukku eða lán - en að mínu mati er ekki um kraftaverk að ræða. Hvort sem við tökum almennari túlkunina eða þá sjaldgæfari.

Svo sé ég ekki nokkra uppgjöf í því að ég lýsi því yfir hér á bloggsíðu minni að eitthvað myndi gleðja mig :-)

kjartan - 17/01/09 21:15 #

Það er í rauninni kraftaverk að þú hafir með meinlausum skrifum fengið mig í tuðgír, það gerist sjaldan, gleðilegt kvöld. Kjartan