Örvitinn

Viðtöl í Silfrinu

Mér finnst fyrirkomulagið á Silfri Egils dálítið skrítið. Egill fær hóp af fólki í þáttinn og þar sitja þrír eða fjórir við borð. Svo ræðir Egill við þann fyrsta í smá tíma, eftir það þann næsta og þar fram eftir götunum. Aldrei verður nokkur samræða milli þessara gesta. Þetta eru í raun ekki umræður, Egill er bara að taka röð af viðtölum þar sem hann er í aðalhlutverki. Ég sakna þess dálítið að hafa ekki umræðuþátt þar sem þáttastjórnandi stýrir umræðum og fólk skiptist á skoðunum. Mig rámar í að Silfrið hafi einu sinni verið þannig.

fjölmiðlar
Athugasemdir

Sigurjón - 18/01/09 20:21 #

Djöfull er ég sammála þér þar. Ég skil ekki alveg vinsældir Egils, þátturinn hans snýst meira en 50% (sum viðtöl, eins og við Jón Ásgeir, fara uppfyrir í 90%) um hann sjálfan.

Matti - 18/01/09 21:10 #

Ég er svosem ekkert að láta Egil pirra, ég er oft sammála því sem hann er að segja þessa dagana, mér finnst þættirnir bara dálítið kjánalegir í dag. Hver er tilgangurinn með því að hafa marga gesti í settinu ef það er bara rætt við einn í einu? Hinir eru áhorfendur þar til kemur að þeim að ræða við Egil.

Eins og ég sagði, þá myndi ég vilja sjá meiri umræður.

En reyndar er ágætt að hafa í huga að umræðuhefðin er ekkert rosalega sterk hér á landi og það er vafalaust afskaplega erfitt að stjórna umræðum þannig að eitthvað gagn verði af þeim.